Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. janúar 2018 08:08 67-69 ára eru eldri borgarar alls staðar nema í strætó Vísir/anton Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira