Skrifin sem stjórn Rithöfundasambandsins kveinkaði sér undan Bjarni Bernharður Bjarnason skrifar 28. janúar 2018 08:00 ÞETTA ERU FÆRSLURNAR SEM ÉG SETTI INNÁ LOKAÐA FACEBOOKSÍÐU RITHÖFUNDASAMBANDS ÍSLANDS, OG STJÓRNIN ÞOLDI EKKI – LÉT ÚTILOKA MIG FRÁ SÍÐUNNI FYRIR LÍFSTÍÐ. SVONA VINNUBRÖGÐ STJÓRNARINNAR, EINS OG Í MÍNU TILVIKI – MINNA Á GAMLA SOVÉT! Að gefnu tilefni … vil ég beina fáeinum spurningum til félaga minna í Rithöfundasambandinu um þessa lokuðu facebook síðu, sem þeir hafa flestir aðgang að: Hvers vegna er síðan svona ferlega leiðinleg, svona litlaus og dauð? Hvers vegna nota höfundar Íslands ekki þessa síðu til að skiptast á skoðunum um það sem brennur á í íslensku bókmenntalífi? Ég vil minna á að orð eru til alls fyrst. Það er ekki svo að allt sé með svo miklum ágætum í bókmenntaheimi Íslands að ekkert sé til að ræða. Nei, við höfundar, sem eigum að hafa stöðu útvarða í íslensku menningarlífi og vera um leið virkir þjóðfélagsgagnrýnendur, skortir ekki verkefnin, svo mörgu er ábótavant í þjóðlífi voru og menningu. Hvar eru allir þessir beittu pennar Ísland? Hvar er samtakamátturinn í íslenskum skáldaheimi? Hvar er baráttuandinn? Ég vil beina orðum mínum til stjórnar RSÍ og formanns; að í samráði við Bandalag íslenskra listamann verði þegar hafin vinna við að móta tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytis, um að starfslaun listamanna verði tekin til endurskoðunar, frá grunni. Það launakerfi sem nú er við lýði svarar engan veginn kröfum tímans. Hvað að RSÍ snýr, þá hefur launakerfið mjög slælega fylgt örum vexti hóps rithöfunda, þannig að áberandi er það mikla gap á milli yngri og eldri rithöfunda, á kostnað hinna yngri, en raðir þeirra þynnast með ári hverju sem fá úthlutað úr sjóðnum. Þá er þörf á að leggja til grundvallar hver sér hinn eiginlegi tilgangur hins opinbera með launasjóðnum, hvort sjóðurinn eigi að vera það sem hann er í dag; „verðlaun“ til miðaldra höfunda í góðum álnum, eða hvort sjóðnum skal ætlað það hlutverk að byggja undir þá höfunda sem eru að hleypa heimdragann á rithöfundarferlinum, og vera um leið útvörður íslenskrar tungu og bókmenntamenningar. Það sem er brýnast, er að mótuð verði pólitísk stefna um hvað hlutverki skáldskapurinn eigi að gegna, í dag, jafnt sem til framtíðar, fyrir land og þjóð. Slík stefna hefur aldrei verið formuð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ríkisstjórn hvers tíma hlýtur að vera ábyrg fyrir menningarlegri velferð þjóðarinnar, eins og til dæmis bókmenntanna – og þá um leið íslenskri tungu. Ef mótuð yrði skýr stefna hvað bókmenntunum sé ætlað, á sem heilbrigðastan hátt, að vera þjóðinni, yrði það engum vafa undirorpið hvernig standa ætti að launasjóði rithöfunda. Launasjóður rithöfunda á búa yfir styrku sjálfstæði gagnvart umsækjendum, ekki að standa í persónulegri þjónkun við einstaka höfunda – launasjóðurinn á fyrst og síðast að vera lífæð tungu og menningar. Ég hef sótt um ritlaun síðan 2003 en síendurtekið fengið synjun. Og þá veltir maður fyrir hvað leggur þessi skipaða nefnd til grundvallar við úthlutun? Ég skrifa fagurbókmenntir og tilheyri þeim flokki höfunda sem er óðum að tína tölunni á Íslandi, svo maður skyldi ætla úthlutunarnefndin hefði skyldur um að reyna að halda lífi í höfundum á borð við mig. Nú þýðir ekkert að malda í móinn og segja að ég sé ekki nóg gott skáld til að eiga rétt á ritlaunum – ég er mjög gott ljóðskáld. Það er svo komið að ég er farinn að upplifa þessa stöðugu synjun sem ofbeldi, að markvisst sé verið að níðast á mér. Getur einhver sett sig í mín spor? Skáld sem hefur gefið þjóðinni ófáar ljóðaperlur, án þess að fá minnstu þakkir.Bjarni Bernharður Bjarnason, rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23 Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. 25. janúar 2018 06:03 Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
ÞETTA ERU FÆRSLURNAR SEM ÉG SETTI INNÁ LOKAÐA FACEBOOKSÍÐU RITHÖFUNDASAMBANDS ÍSLANDS, OG STJÓRNIN ÞOLDI EKKI – LÉT ÚTILOKA MIG FRÁ SÍÐUNNI FYRIR LÍFSTÍÐ. SVONA VINNUBRÖGÐ STJÓRNARINNAR, EINS OG Í MÍNU TILVIKI – MINNA Á GAMLA SOVÉT! Að gefnu tilefni … vil ég beina fáeinum spurningum til félaga minna í Rithöfundasambandinu um þessa lokuðu facebook síðu, sem þeir hafa flestir aðgang að: Hvers vegna er síðan svona ferlega leiðinleg, svona litlaus og dauð? Hvers vegna nota höfundar Íslands ekki þessa síðu til að skiptast á skoðunum um það sem brennur á í íslensku bókmenntalífi? Ég vil minna á að orð eru til alls fyrst. Það er ekki svo að allt sé með svo miklum ágætum í bókmenntaheimi Íslands að ekkert sé til að ræða. Nei, við höfundar, sem eigum að hafa stöðu útvarða í íslensku menningarlífi og vera um leið virkir þjóðfélagsgagnrýnendur, skortir ekki verkefnin, svo mörgu er ábótavant í þjóðlífi voru og menningu. Hvar eru allir þessir beittu pennar Ísland? Hvar er samtakamátturinn í íslenskum skáldaheimi? Hvar er baráttuandinn? Ég vil beina orðum mínum til stjórnar RSÍ og formanns; að í samráði við Bandalag íslenskra listamann verði þegar hafin vinna við að móta tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytis, um að starfslaun listamanna verði tekin til endurskoðunar, frá grunni. Það launakerfi sem nú er við lýði svarar engan veginn kröfum tímans. Hvað að RSÍ snýr, þá hefur launakerfið mjög slælega fylgt örum vexti hóps rithöfunda, þannig að áberandi er það mikla gap á milli yngri og eldri rithöfunda, á kostnað hinna yngri, en raðir þeirra þynnast með ári hverju sem fá úthlutað úr sjóðnum. Þá er þörf á að leggja til grundvallar hver sér hinn eiginlegi tilgangur hins opinbera með launasjóðnum, hvort sjóðurinn eigi að vera það sem hann er í dag; „verðlaun“ til miðaldra höfunda í góðum álnum, eða hvort sjóðnum skal ætlað það hlutverk að byggja undir þá höfunda sem eru að hleypa heimdragann á rithöfundarferlinum, og vera um leið útvörður íslenskrar tungu og bókmenntamenningar. Það sem er brýnast, er að mótuð verði pólitísk stefna um hvað hlutverki skáldskapurinn eigi að gegna, í dag, jafnt sem til framtíðar, fyrir land og þjóð. Slík stefna hefur aldrei verið formuð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ríkisstjórn hvers tíma hlýtur að vera ábyrg fyrir menningarlegri velferð þjóðarinnar, eins og til dæmis bókmenntanna – og þá um leið íslenskri tungu. Ef mótuð yrði skýr stefna hvað bókmenntunum sé ætlað, á sem heilbrigðastan hátt, að vera þjóðinni, yrði það engum vafa undirorpið hvernig standa ætti að launasjóði rithöfunda. Launasjóður rithöfunda á búa yfir styrku sjálfstæði gagnvart umsækjendum, ekki að standa í persónulegri þjónkun við einstaka höfunda – launasjóðurinn á fyrst og síðast að vera lífæð tungu og menningar. Ég hef sótt um ritlaun síðan 2003 en síendurtekið fengið synjun. Og þá veltir maður fyrir hvað leggur þessi skipaða nefnd til grundvallar við úthlutun? Ég skrifa fagurbókmenntir og tilheyri þeim flokki höfunda sem er óðum að tína tölunni á Íslandi, svo maður skyldi ætla úthlutunarnefndin hefði skyldur um að reyna að halda lífi í höfundum á borð við mig. Nú þýðir ekkert að malda í móinn og segja að ég sé ekki nóg gott skáld til að eiga rétt á ritlaunum – ég er mjög gott ljóðskáld. Það er svo komið að ég er farinn að upplifa þessa stöðugu synjun sem ofbeldi, að markvisst sé verið að níðast á mér. Getur einhver sett sig í mín spor? Skáld sem hefur gefið þjóðinni ófáar ljóðaperlur, án þess að fá minnstu þakkir.Bjarni Bernharður Bjarnason, rithöfundur.
Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23
Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. 25. janúar 2018 06:03
Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun