Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 07:24 Piers Morgan (t.v.) hefur verið hrifinn af Trump forseta. Viðtal þeirra verður birt í bresku sjónvarpi í kvöld. Vísir/AFP Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07