Öldruðum áfram haldið niðri við fátæktarmörk Björgvin Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum. Auk þess kemur örlítil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það, sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga, þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi. Þá var ákveðið að lífeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. 5% verkafólks eru á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum. Því er það furðulegt, að lífeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta. En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niðri við fátæktarmörk! Nýja ríkisstjórnin, sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum. Aldraðir og öryrkjar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr. í lífeyri eftir skatt í mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir fengu 230 þúsund kr. eftir skatt í mánuðinum. Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöld af þessu lítilræði. Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot. Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt. Og erfitt er fyrir afa og ömmu, langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar ríkisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður. Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%. Bæði Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, og Landssamband eldri borgara hafa mótmælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fá örlitla viðbótarhækkun! Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var í viðtali á Hringbraut, sjónvarpsstöð. Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð, ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69. greinar laga um almannatryggingar, sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%. (Launahækkun þingmanna 2016 44%, laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur, launahækkun ráðherra 36%, laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar tvær millj. fyrir utan aukagreiðslur. Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu, 1. júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun). Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr. fyrir skatt. Það er því ljóst, að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja. Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju, yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat. En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat. Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar. Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu, að hún beitti það þvingunaraðgerðum. Þegar ÖBÍ var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax, vildi kynna sér það betur, sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi. Þetta var gert í hefndarskyni gegn öryrkjum. Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta! Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlýðni i starfsgetumatsmálinu. Það er lygilegt. Það er furðulegt. Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns ÖBÍ virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar