Almenningur ekki lengi að bregðast við: Vantar fyrst og fremst húsnæði fyrir fjölskylduna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:15 Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Einn liggur enn á gjörgæslu eftir eldsvoða sem varð snemma í gærmorgun þegar slökkvilið sinnti tveimur stórum brunaútköllum með stuttu millibili. Nágranni fjölskyldu í Mosfellsbæ sem missti allt sitt í öðrum eldsvoðanum hefur hafið söfnun á ýmsum munum fyrir fjölskylduna. Eldur kom annars vegar upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi og hins vegar brann heimili fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ til kaldra kola. Tæknideild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli eldsupptökum. Í hvorugu tilfellinu leikur þó grunur á um nokkuð saknæmt. Nágranni fjölskyldunnar sem missti allt sitt í eldsvoðanum hafði frumkvæði að því í dag að hefja söfnun á ýmsum nauðsynjum fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í brunanum. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir þekkir fjölskylduna ekki persónulega en segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Mest liggur á að finna húsnæði fyrir fjölskylduna en auk þess vantar meðal annars skó og föt á bæði börnin og foreldrana eða gjafakort í verslanir til að kaupa í matinn og ýmsar nauðsynjar. „Mér sýnist á öllu að það sé fullt af því að berast og við höfum fengið vilyrði fyrir ansi miklu og mörgu en svona stærri hlutir og innbú er ekki hægt að nýta í bili vegna þess að þau eru ekki komin með fastan samastað ennþá. Það er verið að leita að húsnæði þannig að fyrst og fremst vantar þau húsnæði,“ segir Kristín Nanna í samtali við Stöð 2.Sjálfboðaliðar sinna sálargæslu Þegar um eldsvoða er að ræða mæta sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins jafnan einnig á vettvang auk annarra viðbragðsaðila og veita hinum óslösuðu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Sálfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki algengt að útköll af þessum toga berist með svo skömmu millibili. „Við gátum annað þessu en það var þannig að hópurinn sem að var í þessu útkalli númer eitt þarna um nóttina, hann tók í rauninni við þessu næsta af því það kom aðeins í kjölfarið. Þannig að við höfðum sama mannskap þar og gátum aðeins bætt við og svo tóku aðrir líka við um morguninn,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur Rauða krossins. Útköll voru um hundrað talsins á síðasta ári hjá þeim hópi sjálfboðaliða Rauða krossins sem annast verkefni sem þessi og segir Elfa Rauða krossinn ávalt bjóða nýja sjálfboðaliða velkomna.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55 Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gæti reynst erfitt að komast að eldsupptökum í Mosfellsbæ Lítið timburhús á einni hæð við Reykjabraut í Mosfellsbæ brann til kaldra kola í nótt. 9. janúar 2018 10:30
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Ellefu af tólf útskrifaðir sem fluttir voru á sjúkrahús eftir eldsvoða Einn enn á gjörgæslu. 10. janúar 2018 11:55
Safna fyrir fimm manna fjölskyldu sem missti allt sitt í brunanum í Mosfellsbæ Hús fjölskyldunnar við Reykjabraut brann þá til kaldra kola en nágranni þeirra, Nanna Vilhelmsdóttir, stendur fyrir söfnuninni í samvinnu við Rauða krossinn og biðlar til Mosfellinga um að aðstoða fólkið í íbúahópi á Facebook. 10. janúar 2018 14:57