Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:23 Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Frambjóðendur í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sannfærðir um að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná að vera í meirihluta í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. Nú eru rúmir fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga og það má segja að baráttan um borgina hafi að vissu leyti hafist í dag þegar frestur til að skila inn framboðum í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í borginni rann út. Fimm sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðismanna í kosningunum í vor. Það eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, Eyþór Arnalds athafnamaður og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar, Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og Viðar Gudjohnsen leigusali og athafnamaður. Við hittum á þrjá frambjóðendur þegar þau skiluðu inn framboðum sínum í Valhöll rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Áslaug er eina konan sem býður sig fram í forystusætið. „Mér finnst að hér verði að skera upp herör gegn því andvaraleysi sem er til staðar hjá meirihlutanum. Hér eru biðlistar að lengjast. Fólk fær ekki pláss á leikskólum eða þarf að sitja heima með börnunum út af manneklu,“ segir Áslaug. Kjartan segir þörf á breytingum við stjórn borgarinnar og hann sé góður kostur við að leiða þær breytingar og góðar líkur á að flokkurinn nái að verða í meirihluta. Já svo sannarlega. Við erum með góða stefnu. Þessi stefna á mikinn hljómgrunn meðal fólks í borginni. Það þarf vissulega að leggja að leggja meira á sig til að kynna hana betur fyrir borgarbúum. En ég er sannfærður um að þegar við náum því muni fylgi okkar aukast og góðar líkur á að við lendum í meirihluta,“ segir Kjartan. Eyþór Arnalds hefur ekki komið að stjórn borgarinnar áður en hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg um árabil og forseti bæjarstjórnar þar. „Ég tel að það sé ástæða til að breyta í borginni og ég held að ég geti lagt mitt lóð á vogarskálarnar. Ég held að það sé af nógu að taka og kannski nýtist reynslan frá Árborg líka til að koma hér breytingum af stað,“ segir Eyþór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Vala fer ekki fram í Reykjavík Komin undan feldi og svarið er nei. 10. janúar 2018 11:37 Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Vilhjálmur Bjarnason fer fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lektor við Háskóla Íslands, ætlar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10. janúar 2018 11:54