Borgin kaupir Sævarhöfða á milljarð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2018 16:08 Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn Mynd/Reykjavíkurborg Í dag var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Á vef Reykjavíkurborgar segir að heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna. Lóðin Sævarhöfði 33 er alls um 76 þús. fermetrar en einnig er keypt 400 fermetra skrifstofubygging, rúmlega 800 fermetra verkstæði og 400 fermetra vörugeymsla, sem og 100 metra viðlegukantur. Kaupin eru gerð að undangengnum samningum við Björgun ehf. um brottflutning og hreinsun svæðisins ásamt gerð hluta þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð er. Um langt skeið hefur legið fyrir að notkun svæðisins muni breytast úr hafntengd starfsemi yfir í íbúðabyggð. Fyrir liggur rammaskipulag um svæðið og er deilskipulag í auglýsingaferli. Umhverfismat fyrir landfyllingu liggur fyrir ásamt framkvæmdaleyfi og eru framkvæmdir við fyllingargerðina hafnar af hálfu Björgunar samkvæmt verksamningi milli Faxaflóahafna og Björgunar þar um. Björgun mun afhenda lóðina í áföngum og verður síðasti hlutinn afhentur 1. júní 2019. Byggingarhæfar lóðir verða þó til á hluta svæðisins nokkru fyrr, en lengri tíma mun taka að gera lóðir byggingarhæfar á nýrri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að hefja gatnaframkvæmdir á þessu ári á hluta svæðisins. Vilyrði fyrir tveimur lóðum á svæðinu hefur þegar verið veitt. Annars vegar til Bjargs hses. og hins vegar til Búseta á þeim lóðum sem verða fyrstar byggingarhæfar. Eftir því sem að landfyllingu vindur fram og hægt verður að losa jarðefni af þegar gerðu landi verður fyrsti hluti svæðisins síðan einnig byggingarhæfur. Samkvæmt deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að á svæðinu muni rísa svokallaða Bryggjuhverfi vestur sem er hluti af uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600.Gert er ráð fyrir að bryggjuhverfið muni líta nokkurn veginn svona út.Mynd/Arkís, Verkís og Landslag Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12 Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Í dag var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Á vef Reykjavíkurborgar segir að heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna. Lóðin Sævarhöfði 33 er alls um 76 þús. fermetrar en einnig er keypt 400 fermetra skrifstofubygging, rúmlega 800 fermetra verkstæði og 400 fermetra vörugeymsla, sem og 100 metra viðlegukantur. Kaupin eru gerð að undangengnum samningum við Björgun ehf. um brottflutning og hreinsun svæðisins ásamt gerð hluta þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð er. Um langt skeið hefur legið fyrir að notkun svæðisins muni breytast úr hafntengd starfsemi yfir í íbúðabyggð. Fyrir liggur rammaskipulag um svæðið og er deilskipulag í auglýsingaferli. Umhverfismat fyrir landfyllingu liggur fyrir ásamt framkvæmdaleyfi og eru framkvæmdir við fyllingargerðina hafnar af hálfu Björgunar samkvæmt verksamningi milli Faxaflóahafna og Björgunar þar um. Björgun mun afhenda lóðina í áföngum og verður síðasti hlutinn afhentur 1. júní 2019. Byggingarhæfar lóðir verða þó til á hluta svæðisins nokkru fyrr, en lengri tíma mun taka að gera lóðir byggingarhæfar á nýrri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að hefja gatnaframkvæmdir á þessu ári á hluta svæðisins. Vilyrði fyrir tveimur lóðum á svæðinu hefur þegar verið veitt. Annars vegar til Bjargs hses. og hins vegar til Búseta á þeim lóðum sem verða fyrstar byggingarhæfar. Eftir því sem að landfyllingu vindur fram og hægt verður að losa jarðefni af þegar gerðu landi verður fyrsti hluti svæðisins síðan einnig byggingarhæfur. Samkvæmt deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að á svæðinu muni rísa svokallaða Bryggjuhverfi vestur sem er hluti af uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600.Gert er ráð fyrir að bryggjuhverfið muni líta nokkurn veginn svona út.Mynd/Arkís, Verkís og Landslag
Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12 Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12
Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00