Líkfundur í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2018 15:49 Síðast sást til Janne Jemtland að morgni 29. desember síðastliðinn. Aðstandendur hennar hafa verið látnir vita af líkfundinum í dag. Norska lögreglan/Getty Lík af konu fannst í dag í ánni Glomma í Noregi. Leit að Janne Jemtland, konunni sem saknað hefur verið síðan fyrir áramót, hefur farið fram á svæðinu í dag. Aðstandendur Jemtland hafa verið látnir vita af líkfundinum en ekki hefur þó enn fengist staðfest að líkið sé af Jemtland. Mál Jemtland hefur vakið mikla athygli í Noregi en hennar hefur verið saknað síðan 29. desember síðastliðinn. Blóð úr henni fannst á vegi í Brumunddal, um hundrað kílómetrum norður af höfuðborginni Ósló, í byrjun mánaðar og þá var eiginmaður Jemtland úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana. „Lögregla staðfestir að manneskja hefur fundist við leit í Glomma. Lögreglu er ekki kunnugt um að annarra sé saknað á svæðinu. Aðstandendur Janne Jemtland hafa verið látnir vita af líkfundinum,“ segir í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í dag.Sjá einnig: Eiginmaðurinn grunaður um að hafa myrt Janne Leit að Jemtland, sem saknað hefur verið síðan fyrir áramót, hefur að mestu farið fram á svæði í kringum Glomma-ána, við Eidsbrú í Valer, undanfarna daga. Í frétt NRK segir að lögregla hafi beint sjónum sínum að svæðinu vegna upplýsinga sem komu fram við yfirheyrslu á eiginmanni Jemtland. Svæðið er um 65 kílómetra suðaustur af Brumunddal, þar sem blóð úr Jemtland fannst. Þá kemur einnig fram í fréttinni að eiginmaður Jemtland þvertaki fyrir að hafa myrt konu sína en viðurkennir þó að hafa komið á einhvern hátt að andláti hennar. Lögregla naut aðstoðar kafara við leitina í dag en fyrsti kafarinn fór ofan í ána stuttu eftir klukkan 14 að norskum tíma, að því er fram kemur í frétt VG. Síðast sást til Jemtland á heimili hennar í Veldre um klukkan 2 að nóttu, 29. desember. Jemtland og eiginmaður hennar höfðu þá verið í jólaveislu og tekið leigubíl heim. Það var eiginmaður hennar sem tilkynnti um hvarf hennar þann 30. desember.Hér að neðan má sjá umfjöllun NRK um líkfundinn en fréttastofan var með beina útsendingu frá leitarsvæðinu í dag. Norðurlönd Tengdar fréttir Fundu blóð úr norskri konu sem saknað er Lögregla í Noregi hefur staðfest að blóð sem fannst á jörðinni í norskum skógi í gær sé úr Janne Jemtland, 36 ára norskri konu sem hefur verið saknað síðan fyrir áramót. 7. janúar 2018 13:44 Eiginmaðurinn grunaður um að hafa myrt Janne Lík hennar hefur ekki fundist enn. Lögreglan segir, samkvæmt NRK, að ekki sé búist við því að hún muni finnast á lífi. 12. janúar 2018 21:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Lík af konu fannst í dag í ánni Glomma í Noregi. Leit að Janne Jemtland, konunni sem saknað hefur verið síðan fyrir áramót, hefur farið fram á svæðinu í dag. Aðstandendur Jemtland hafa verið látnir vita af líkfundinum en ekki hefur þó enn fengist staðfest að líkið sé af Jemtland. Mál Jemtland hefur vakið mikla athygli í Noregi en hennar hefur verið saknað síðan 29. desember síðastliðinn. Blóð úr henni fannst á vegi í Brumunddal, um hundrað kílómetrum norður af höfuðborginni Ósló, í byrjun mánaðar og þá var eiginmaður Jemtland úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana. „Lögregla staðfestir að manneskja hefur fundist við leit í Glomma. Lögreglu er ekki kunnugt um að annarra sé saknað á svæðinu. Aðstandendur Janne Jemtland hafa verið látnir vita af líkfundinum,“ segir í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum í dag.Sjá einnig: Eiginmaðurinn grunaður um að hafa myrt Janne Leit að Jemtland, sem saknað hefur verið síðan fyrir áramót, hefur að mestu farið fram á svæði í kringum Glomma-ána, við Eidsbrú í Valer, undanfarna daga. Í frétt NRK segir að lögregla hafi beint sjónum sínum að svæðinu vegna upplýsinga sem komu fram við yfirheyrslu á eiginmanni Jemtland. Svæðið er um 65 kílómetra suðaustur af Brumunddal, þar sem blóð úr Jemtland fannst. Þá kemur einnig fram í fréttinni að eiginmaður Jemtland þvertaki fyrir að hafa myrt konu sína en viðurkennir þó að hafa komið á einhvern hátt að andláti hennar. Lögregla naut aðstoðar kafara við leitina í dag en fyrsti kafarinn fór ofan í ána stuttu eftir klukkan 14 að norskum tíma, að því er fram kemur í frétt VG. Síðast sást til Jemtland á heimili hennar í Veldre um klukkan 2 að nóttu, 29. desember. Jemtland og eiginmaður hennar höfðu þá verið í jólaveislu og tekið leigubíl heim. Það var eiginmaður hennar sem tilkynnti um hvarf hennar þann 30. desember.Hér að neðan má sjá umfjöllun NRK um líkfundinn en fréttastofan var með beina útsendingu frá leitarsvæðinu í dag.
Norðurlönd Tengdar fréttir Fundu blóð úr norskri konu sem saknað er Lögregla í Noregi hefur staðfest að blóð sem fannst á jörðinni í norskum skógi í gær sé úr Janne Jemtland, 36 ára norskri konu sem hefur verið saknað síðan fyrir áramót. 7. janúar 2018 13:44 Eiginmaðurinn grunaður um að hafa myrt Janne Lík hennar hefur ekki fundist enn. Lögreglan segir, samkvæmt NRK, að ekki sé búist við því að hún muni finnast á lífi. 12. janúar 2018 21:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Fundu blóð úr norskri konu sem saknað er Lögregla í Noregi hefur staðfest að blóð sem fannst á jörðinni í norskum skógi í gær sé úr Janne Jemtland, 36 ára norskri konu sem hefur verið saknað síðan fyrir áramót. 7. janúar 2018 13:44
Eiginmaðurinn grunaður um að hafa myrt Janne Lík hennar hefur ekki fundist enn. Lögreglan segir, samkvæmt NRK, að ekki sé búist við því að hún muni finnast á lífi. 12. janúar 2018 21:48