NFL: Sjáðu lokasókn Vikinganna sem tókst að tryggja sér sigur á ótrúlegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:00 Stefon Diggs er hér fagnað af félaga sínum eftir að hann tryggði Minnesota Vikings sigurinn. Vísir/Getty Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans en undanúrslit Þjóðar- og Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni fóru fram um helgina og þrír af fjórum voru mikil skemmtun. Dramatíkin í lokaleiknum í nótt var slík að margir leikmenn sigurliðsins trúðu því varla að þeim hefði tekist að skora sigursnertimarkið um leið og leiktíminn rann út.Minnesota Vikings liðið komst þar einu skrefi nær því að verða fyrsta liðið sem nær því að spila Super Bowl leikinn á heimavelli en leikmenn Vikings komst í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar eftir 29-24 sigur á New Orleans Saints í nótt. Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þá kannski sigur Jacksonville Jaguars á útivelli á móti Pittsburgh Steelers en flestir bjuggust við því að Pittsburgh Steelers myndi tryggja sér sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar á móti New England Patriots. Þess í stað verða það Patriots og Jaguars sem keppa um sæti í Super Bowl. Dramatíkin var rosaleg í lokin á leik Minnesota Vikings og New Orleans Saints. Það leit allt út fyrir að Saints liðið væri búið að „stela“ sigrinum eftir frábæra endurkomu í seinni hálfleik en heimamenn fengu eina lokasókn. Þegar öll sund virtust lokuð og leiktíminn var að renna út þá náði leikstjórnandinn Case Keenum að finna útherjann Stefon Diggs og framhaldið var ótrúlegt. Varnarmönnum New Orleans Saints mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að tækla Diggs sem fór alla leið og skoraði. Keenum átti erfitt með að trúa því sem hafði gerst en áhorfendur á leiknum gjörsamlega trylltust.Since there are no words to describe this feeling, we'll just leave you with this.#BringItHomepic.twitter.com/8KCq3xnfAB — Minnesota Vikings (@Vikings) January 15, 2018 Leikmenn Vikings fögnuðu líka gríðarlega enda flestir eflaust búnir að afkskrifa sigurinn. Minnesota Vikings var 17-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Saints áttu frábæran seinni hálfleik og þá sérstaklega frábæran fjórða leikhluta. Það dugði næstum því til sigurs. Saints komst í 24-23 þegar aðeins 25 sekúndur voru eftir. Minnesota Vikings þurfti því að fara upp allan völlinn á innan við hálfri mínútu en það tókst. Leikmenn Vikings gerðu þar vel en fengu góða hjálpa frá einum varnarmanni Saints sem mistókst hræðilega að tækla hetju Vikings..@stefondiggs said GAME OVER! #SKOL Check out his Top 5 catches from #NOvsMIN! #NFLPlayoffspic.twitter.com/3pAdQnH3j4 — NFL (@NFL) January 15, 2018Jacksonville Jaguars vann Pittsburgh Steelers 45-42 þar sem mikið var skorað en fyrir leikinn héldu menn að það væri aðeins góður varnarleikur sem kæmi Jaguars áfram. Þegar á hólminn var komið var það þó sóknarleikurinn, með hlauparann Leonard Fournette og leikstjórnandann Blake Bortles í fararbroddi, sem skilaði Jaguars-liðinu sigri. Hlauparinn Leonard Fournette, sem er nýliði, skoraði þrjú snertimörk fyrir Jacksonville Jaguars í leiknum og hljóp alls 109 jarda með boltann. Blake Bortles er þekktur fyrir að gera mörg mistök en hann kastaði boltanum ekki frá sér í gær sem voru frábær tíðindi fyrir Jaguars. Jacksonville Jaguars var eina liðið sem vann á útivelli um helgina því Philadelphia Eagles, New England Patriots og Minnesota Vikings fögnuðu öll sigri á heimavöllum sínum.Úrslitaleikirnir í deildunum fara báðir fram á sunnudaginn kemur en sigurvegarinn í þeim leikjum kemst í Super Bowl. New England Patriots tekur á móti Jacksonville Jaguars í fyrri leiknum en í þeim síoðari mætast Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira