Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2018 12:18 Dagskráin verður þétt hjá forsetahjónunum í Svíþjóð. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira