Barnahús, nýbyggingar og baráttan gegn matarsóun á dagskrá forsetahjónanna í dag Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2018 09:00 Eliza Reid forsetafrú heilsar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. vísir/AFP Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis. Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis.
Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45
Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18
Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01