„Til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 19:30 Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún. MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Sóknarprestur í Grafarvogskirkju segir ekki síður mikilvægt að konur í prestastétt stígi fram í ljósi þess hlutverks sem þær gegni í starfi. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi stigu konur í prestastétt fram í dag undir formerkjum MeToo-hreyfingarinnar líkt og konur í öðrum stéttum hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. „Það er alla veganna mikilvægt, því að til okkar leitar fólk sem að hefur lent í svipuðu, að við séum ekki feimnar við að segja frá okkar sögum og sýna að við erum hluti af þessari ómenningu sem þrífst í samskiptum í samfélaginu,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju og stjórnarkona í Félagi prestvígðra kvenna, í samtali við Stöð 2. Að því er fram kemur í yfirlýsingunni eru gerendur ýmist yfirmenn, samstarfsfólk, sjálfboðaliðar eða aðilar sem nýta sér þjónustu kirkjunnar. Sögurnar skipta tugum og segja ýmist frá grófri kynferðislegri áreitni, kvenfyrirlitningu, valdaójafnvægi eða athugasemdum um útlit og klæðaburð.Biskup upplifað margt á áratugaferli í kirkjunni „Það kom okkur sjálfum á óvart þegar við lásum yfir allar sögurnar saman ýmislegt sem kom upp og margt sem hægt er að ræða og skoða en ekkert held ég sem að við konurnar í þessu samfélagi eigum ekki sammerkt,“ segir Jóhanna Gísladóttir, prestur í Langholtskirkju og formaður Félags prestvígðra kvenna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir frásagnirnar ekki koma sér á óvart. Sjálf hafi hún starfað innan kirkjunnar í nær fjörutíu ár og á þeim tíma hafi hún bæði séð og upplifað ýmislegt. Kveðst hún taka heilshugar undir kröfu kvenna í stéttinni og hyggst leggja sig fram við að bæta starfsumhverfi og samskipti í kirkjusamfélaginu. „Við finnum mikinn velvilja og erum sannfærðar um að allir þessir aðilar munu leggja sitt af mörkum til þess að breyta þessu en svo snýst þetta líka um hugarfarsbreytingu hjá öllum og þá er ekki síður bara sóknarnefndarfólk, starfsfólk, prestar og við öll hin,“ segir Guðrún.
MeToo Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34 Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Kvenprestar lýsa kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun Margir karlprestanna láta sem við konurnar séum að koma inn í þeirra klúbb, segir í einni sögunni. 15. janúar 2018 11:34
Vildi vita hvernig prestur gæti blessað söfnuðinn þegar hún væri á túr Áreitni sóknarbarna, kvenfyrirlitning og óviðeigandi hegðun samstarfsfélaga er meðal þess sem kvenprestar lýsa í frásögnum sínum. 15. janúar 2018 12:23