Daginn lengir um fimm mínútur á dag í Reykjavík en um sjö mínútur í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2018 21:00 Sólstafir yfir Reykjanesfjallgarði í dag, séðir frá Bústaðavegi í Reykjavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag: Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag:
Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira