Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2018 12:39 Arnheiður Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Mynd/Samsett Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig. Mikilvægt er að hægt sé að treysta á millilandaflugið. Þetta er mat Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, sem hélt erindi um mikilvægi innanlandsflug fyrir byggðir landsins á fundi Isavia um framtíð innanlandsflugs sem var haldinn í morgun. Ræddi hún þar sérstaklega um Akureyrarflugvöll og aðstöðu þar í tilefni þess að Enter Air á vegum bresku ferðaþjónustunnar Super Break hafi flogið fyrsta flugið á milli Bretlands og Akureyrar síðastliðinn föstudag. Var það að hennar sögn mikið fagnaðarefni. Á myndinni má sjá hvernig flugvélin hringsólaði yfir Akureyri áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comStrætisvagni komið fyrir á flughlaðinu svo farþegar þyrftu ekki að bíða út í kuldanum Babb kom þó í bátinn í gær þegar Boeing flugvél flugfélagsins gerði í þrígang tilraun til lendingar á Akureyrarflugvelli án árangurs. Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjórinn gat lent vélinni. Tók hann þá ákvörðun að fljúga vélinni suður og lenda á Keflavíkurflugvelli. Sagði Arnheiður að atvikið væri skýrt dæmi um nauðsyn þess að koma blindaðflugsbúnaði fyrir á norðurenda flugbrautarinnar. Er það búnaður sem flugvélar tengja sig við og geta þær þá lent í minna skyggni. Kostar hann um 70-100 milljónir. „Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður. Þá hafi strætisvagni verið komið fyrir á flughlaðinu á föstudaginn eftir fyrsta flug Enter Air til Akureyrar. Ástæðan? Ekki var pláss fyrir alla að bíða í biðröð í flugstöðinni eftir að komast í öryggisleit. Var því brugðið á það ráð að senda eftir strætisvagni svo farþegar þyrftu ekki að bíða út í kuldanum. „Þegar eru komnir 430 farþegar inn í flugstöðina eins og þarna er þegar eru tveir vélar er hún langt frá því nógu stór. Þetta þurfum við að laga og gera það mjög hratt,“ sagði Arnheiður en á sama tíma og flugvél Enter Air lenti kom flugfélag Air Iceland Connect til lendingar á flugvellinum.Fjölmennt var á fundinn sem haldinn var á Hotel Natura.Vísir/AntonFInnanlandsflugið gríðarlega mikilvægt fyrir vetrarferðaþjónustu Sagði Arnheiður að innanlandsflugið væri lífsnauðsynlegt fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni yfir veturinn, þar sem ekki væri hægt að treysta á öruggar samgöngur á landi vegna veðurs. „Án flugsins þá myndum við ekki hafa neina vetrarferðaþjónustu. Okkar samgöngur á landi eru einfaldlega of erfiðar til þess að okkar ferðamenn treysti sér til þess að nýta þær,“ sagði Arnheiður Ekki hafi hins vegar verið lögð mikil áhersla á að fá erlenda ferðamenn til þess að nýta sér innanlandsflugið. Vissulega hafi orðið einhver aukning en miðað við þann mikla fjölda ferðamanna sem hingað komi sé aukningin ekki mikil. „Við erum með allan þennan hóp af erlendum ferðamönnum á landinu en við erum ekki að selja honum innanlandsflug,“ sagði Arnheiður. Birti hún tölur þar sem kom fram að helmingur ferðamanna sem komi til Íslands yfir sumarið sæki Norðurland en heim en aðeins sautján prósent þeirra sem komi yfir vetrartímann geri slíkt hið sama. „Það er ekki vegna þess að áfangastaðurinn sé ekki nægjanlega spennandi. Það er vegna þess að samgöngurnar eru ekki að virka nægjanlega vel, hvorki á landi eða lofti,“ sagði Arnhildur Nefndi hún kostnað við innanlandsflug sem dæmi og bar það saman við flug til og frá Íslandi. Kæmi innanlandsflugið ekki vel út í samanburði og að þetta væri samanburður sem ferðamenn geri þegar þeir skipuleggi ferð til Íslands. „Hann horfir á það hvað það kostar að koma til Íslands, sem er auðvitað ekki neitt núna. Síðan horfir hann á innanlandsflugið. Það er mjög erfitt að segja honum að skoða pakkana og sannfæra hann um að bóka flug. Þar liggur svolítið vandinn hjá okkur,“ sagði Arnheiður.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Erindi Arnheiðar hefst þegar um 35 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Frá Bretlandi til Akureyrar Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands. 18. júlí 2017 07:00 The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar Á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefur borgum í Bretlandi 9. september 2017 10:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig. Mikilvægt er að hægt sé að treysta á millilandaflugið. Þetta er mat Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, sem hélt erindi um mikilvægi innanlandsflug fyrir byggðir landsins á fundi Isavia um framtíð innanlandsflugs sem var haldinn í morgun. Ræddi hún þar sérstaklega um Akureyrarflugvöll og aðstöðu þar í tilefni þess að Enter Air á vegum bresku ferðaþjónustunnar Super Break hafi flogið fyrsta flugið á milli Bretlands og Akureyrar síðastliðinn föstudag. Var það að hennar sögn mikið fagnaðarefni. Á myndinni má sjá hvernig flugvélin hringsólaði yfir Akureyri áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comStrætisvagni komið fyrir á flughlaðinu svo farþegar þyrftu ekki að bíða út í kuldanum Babb kom þó í bátinn í gær þegar Boeing flugvél flugfélagsins gerði í þrígang tilraun til lendingar á Akureyrarflugvelli án árangurs. Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjórinn gat lent vélinni. Tók hann þá ákvörðun að fljúga vélinni suður og lenda á Keflavíkurflugvelli. Sagði Arnheiður að atvikið væri skýrt dæmi um nauðsyn þess að koma blindaðflugsbúnaði fyrir á norðurenda flugbrautarinnar. Er það búnaður sem flugvélar tengja sig við og geta þær þá lent í minna skyggni. Kostar hann um 70-100 milljónir. „Við vorum varla sofnuð eftir fagnaðarlætin á föstudag þegar við fréttum af flugvélinni okkar sveimandi yfir Akureyrarflugvelli í gær. Eitthvað sem hefði ekki gerst ef þessi búnaður hefði verið til staðar,“ sagði Arnheiður. Þá hafi strætisvagni verið komið fyrir á flughlaðinu á föstudaginn eftir fyrsta flug Enter Air til Akureyrar. Ástæðan? Ekki var pláss fyrir alla að bíða í biðröð í flugstöðinni eftir að komast í öryggisleit. Var því brugðið á það ráð að senda eftir strætisvagni svo farþegar þyrftu ekki að bíða út í kuldanum. „Þegar eru komnir 430 farþegar inn í flugstöðina eins og þarna er þegar eru tveir vélar er hún langt frá því nógu stór. Þetta þurfum við að laga og gera það mjög hratt,“ sagði Arnheiður en á sama tíma og flugvél Enter Air lenti kom flugfélag Air Iceland Connect til lendingar á flugvellinum.Fjölmennt var á fundinn sem haldinn var á Hotel Natura.Vísir/AntonFInnanlandsflugið gríðarlega mikilvægt fyrir vetrarferðaþjónustu Sagði Arnheiður að innanlandsflugið væri lífsnauðsynlegt fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni yfir veturinn, þar sem ekki væri hægt að treysta á öruggar samgöngur á landi vegna veðurs. „Án flugsins þá myndum við ekki hafa neina vetrarferðaþjónustu. Okkar samgöngur á landi eru einfaldlega of erfiðar til þess að okkar ferðamenn treysti sér til þess að nýta þær,“ sagði Arnheiður Ekki hafi hins vegar verið lögð mikil áhersla á að fá erlenda ferðamenn til þess að nýta sér innanlandsflugið. Vissulega hafi orðið einhver aukning en miðað við þann mikla fjölda ferðamanna sem hingað komi sé aukningin ekki mikil. „Við erum með allan þennan hóp af erlendum ferðamönnum á landinu en við erum ekki að selja honum innanlandsflug,“ sagði Arnheiður. Birti hún tölur þar sem kom fram að helmingur ferðamanna sem komi til Íslands yfir sumarið sæki Norðurland en heim en aðeins sautján prósent þeirra sem komi yfir vetrartímann geri slíkt hið sama. „Það er ekki vegna þess að áfangastaðurinn sé ekki nægjanlega spennandi. Það er vegna þess að samgöngurnar eru ekki að virka nægjanlega vel, hvorki á landi eða lofti,“ sagði Arnhildur Nefndi hún kostnað við innanlandsflug sem dæmi og bar það saman við flug til og frá Íslandi. Kæmi innanlandsflugið ekki vel út í samanburði og að þetta væri samanburður sem ferðamenn geri þegar þeir skipuleggi ferð til Íslands. „Hann horfir á það hvað það kostar að koma til Íslands, sem er auðvitað ekki neitt núna. Síðan horfir hann á innanlandsflugið. Það er mjög erfitt að segja honum að skoða pakkana og sannfæra hann um að bóka flug. Þar liggur svolítið vandinn hjá okkur,“ sagði Arnheiður.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Erindi Arnheiðar hefst þegar um 35 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Frá Bretlandi til Akureyrar Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands. 18. júlí 2017 07:00 The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar Á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefur borgum í Bretlandi 9. september 2017 10:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41
Frá Bretlandi til Akureyrar Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands. 18. júlí 2017 07:00
The Times hvetur ferðamenn að fljúga beint til Akureyrar Á næsta ári verður mögulegt að fljúga beint til Akureyrar frá ellefur borgum í Bretlandi 9. september 2017 10:15