Leynd yfir greiðslu sex milljóna miskabóta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar. Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar.
Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira