Markaðsmisnotkun í Glitni: Fylgt út á stétt af yfirmönnum í kjölfar uppsagnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 12:17 Verjendur að gera sig klára fyrir aðalmeðferðina. Í bakgrunni má sjá Lárus Welding og Jóhannes Baldursson. Vísir/Anton Brink Pétur Jónasson, einn ákærða í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segist hafa unnið í afar stuttan tíma fyrir deild eigin viðskipta hjá bankanum og því geta lítið tjáð sig um hver stefna bankans var um kaup á bréfum í bankanum. Þetta kom fram í máli Péturs við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig að hafa stöðu sakbornings í málinu í langan tíma. Fylgt út á stétt Pétur var fyrst boðaður í skýrslutöku vegna málsins í nóvember árið 2011 og liðu þá fimm ár þangað til gefin var út ákæra í málinu en það var gert í apríl árið 2016. Nú, tæpum tveimur árum seinna, hefst aðalmeðferð í málinu. Hann segir málið hafa haft mikil og neikvæð áhrif á hann og hans starfsferil. Hann hafi verið ungur og nýútskrifaður úr námi þegar hann hóf störf við bankann. Í maí 2008 hafi honum svo verið sagt upp störfum og sagði hann að Magnús Pálmi Örnólfsson, þáverandi forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, og Jóhannes Baldursson þáverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis hafi í kjölfar fundar fylgt honum út úr byggingu Glitnis og út á stétt. „Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,” sagði Pétur. Hann sagði það hafa einnig hafa haft áhrif á fjölskyldu hans og sálarlíf. „Enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því.“Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008.VísirMan ekki eftir formlegum fyrirmælum Pétur segist hafa litið á Jónas Guðmundsson, sem einnig er ákærður í málinu, sem óformlegan yfirmann sinn, enda hafi hann verið eldri og reyndari en hann sjálfur. Hann segir að fáir fundir hafi verið innan deildar eigin viðskipta þá mánuði sem hann starfaði þar. Hann hafi ekki setið neina fundi með Jóhannesi Baldurssyni utan ráðningarviðtals. Pétur lýsti því að starf hans hafi aðallega verið fólgið í því að sjá um formlegar viðskiptavaktir en að fyrir liggi að hann hafi keypt bréf í Glitni. Hann sagði það hafa verið gert að undirlagi Jónasar. Saksóknari benti á að Pétur hafi aðallega keypt bréf í bankanum þegar Jónas var fjarverandi og sagðist hann ekki muna eftir að hafa fengið formleg fyrirmæli þess efnis og að á þeim tíma hafi þau virst vera góður fjárfestingarkostur.Viðskipti eftir að Pétur var færður til innan bankans Þann 16. september 2008 hafi hann verið færður til í starfi og unnið við gjaldeyrisstýringu og enn verið undirmaður Magnúsar Pálma. Hann segist ekkert hafa komið að hlutabréfakaupum eftir það. Meðal gagna málsins eru þó skjöl sem sýna að fjárfest var í nafni Péturs í bréfum í bankanum alls sjö sinnum í október 2008. Pétur segist telja að það hafi verið viðskipti fyrir Valgarð Má Valgarðsson, sem einnig er ákærður í málinu. Líklegt sé að hann hafi opnað kerfið fyrir Valgarð svo hann gæti átt í viðskiptum. Pétur sagðist engin samskipti hafa átt við Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra bankans og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig hann ætti að haga starfi sínu. Þá sagðist hann lítil samskipti hafa átt við Jóhannes Baldursson og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig ætti að stilla upp tilboðum innan kauphallarinnar. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Pétur Jónasson, einn ákærða í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, segist hafa unnið í afar stuttan tíma fyrir deild eigin viðskipta hjá bankanum og því geta lítið tjáð sig um hver stefna bankans var um kaup á bréfum í bankanum. Þetta kom fram í máli Péturs við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008. Hann segir það hafa haft mikil áhrif á sig að hafa stöðu sakbornings í málinu í langan tíma. Fylgt út á stétt Pétur var fyrst boðaður í skýrslutöku vegna málsins í nóvember árið 2011 og liðu þá fimm ár þangað til gefin var út ákæra í málinu en það var gert í apríl árið 2016. Nú, tæpum tveimur árum seinna, hefst aðalmeðferð í málinu. Hann segir málið hafa haft mikil og neikvæð áhrif á hann og hans starfsferil. Hann hafi verið ungur og nýútskrifaður úr námi þegar hann hóf störf við bankann. Í maí 2008 hafi honum svo verið sagt upp störfum og sagði hann að Magnús Pálmi Örnólfsson, þáverandi forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, og Jóhannes Baldursson þáverandi forstöðumaður markaðsviðskipta Glitnis hafi í kjölfar fundar fylgt honum út úr byggingu Glitnis og út á stétt. „Ég var ekki merkilegri starfsmaður en það,” sagði Pétur. Hann sagði það hafa einnig hafa haft áhrif á fjölskyldu hans og sálarlíf. „Enda hef ég þurft að leita mér hjálpar út af því.“Pétur starfaði hjá deild eigin viðskipta frá mars til september árið 2007 og var síðar færður til annara starfa í bankanum þar til honum var sagt upp störfum í mars árið 2008.VísirMan ekki eftir formlegum fyrirmælum Pétur segist hafa litið á Jónas Guðmundsson, sem einnig er ákærður í málinu, sem óformlegan yfirmann sinn, enda hafi hann verið eldri og reyndari en hann sjálfur. Hann segir að fáir fundir hafi verið innan deildar eigin viðskipta þá mánuði sem hann starfaði þar. Hann hafi ekki setið neina fundi með Jóhannesi Baldurssyni utan ráðningarviðtals. Pétur lýsti því að starf hans hafi aðallega verið fólgið í því að sjá um formlegar viðskiptavaktir en að fyrir liggi að hann hafi keypt bréf í Glitni. Hann sagði það hafa verið gert að undirlagi Jónasar. Saksóknari benti á að Pétur hafi aðallega keypt bréf í bankanum þegar Jónas var fjarverandi og sagðist hann ekki muna eftir að hafa fengið formleg fyrirmæli þess efnis og að á þeim tíma hafi þau virst vera góður fjárfestingarkostur.Viðskipti eftir að Pétur var færður til innan bankans Þann 16. september 2008 hafi hann verið færður til í starfi og unnið við gjaldeyrisstýringu og enn verið undirmaður Magnúsar Pálma. Hann segist ekkert hafa komið að hlutabréfakaupum eftir það. Meðal gagna málsins eru þó skjöl sem sýna að fjárfest var í nafni Péturs í bréfum í bankanum alls sjö sinnum í október 2008. Pétur segist telja að það hafi verið viðskipti fyrir Valgarð Má Valgarðsson, sem einnig er ákærður í málinu. Líklegt sé að hann hafi opnað kerfið fyrir Valgarð svo hann gæti átt í viðskiptum. Pétur sagðist engin samskipti hafa átt við Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra bankans og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig hann ætti að haga starfi sínu. Þá sagðist hann lítil samskipti hafa átt við Jóhannes Baldursson og að hann hafi aldrei fengið fyrirmæli frá honum um hvernig ætti að stilla upp tilboðum innan kauphallarinnar.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Þetta er bara létt grín á milli vina þarna, sagði Jónas Guðmundsson um símtal í Glitni sem fjallað var um í dómsal í morgun. 17. janúar 2018 10:59