Fjórum sinnum meiri mengun Jón Kaldal skrifar 18. janúar 2018 07:00 Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Kaldal Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Sjá meira
Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun