Líkti Trump við Stalín Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:52 Donald Trump og Jeff Flake. Vísir/AFP Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira