Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2018 06:45 Það hefur ekki blásið byrlega fyrir flugfélagið að undanförnu. vísir/hörður Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30