Trump sögulega óvinsæll eftir eitt ár í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 12:52 Stuðningsmenn Trump eru í minnihluta í Bandaríkjunum ef marka má nýja skoðanakönnun. Vísir/AFP Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira
Aðeins tveir af hverjum fimm Bandaríkjamönnum eru ánægðir með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta samkvæm nýrri skoðanakönnun. Enginn samtímaforseti hefur reynst eins óvinsæll eftir fyrsta ár sitt í embættinu. Vinsældir Trump dragast saman um tvö prósentustig frá því í síðustu könnun NBC-fréttastofunnar og Wall Street Journal. Segjast nú 39% svarenda ánægðir með störf forsetans. Þrátt fyrir að efnahag Bandaríkjanan hafi haldið áfram að vegna betur síðasta árið hefur nær óslitin röð hneykslismála og umdeildra uppákoma markað fyrsta ár Trump sem forseta. Þar ber hæst opinber rannsókn á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á úrslit kosninganna árið 2016. Af þeim 57% sem eru óánægð með Trump í könnuninni segist 51% vera „mjög óánægð“ með hann. Vinsældir Trump voru innan við 50% hjá öllum lýðfræðilegum hópum fyrir utan repúblikana. Á meðal þeirra eru 70% ánægð með forseta sinn. Þrátt fyrir sögulegar óvinsældir fyrir forseta á þessum tímapunkti ferilsins hafa vinsældir Trump ekki verið meiri en nú frá því í maí samkvæmt mælingu Five Thirty Eight..@realDonaldTrump job approval up to >40% -- highest since mid-May.https://t.co/t264Sf5dGa pic.twitter.com/rQ6aCQ7vhs— Micah Cohen (@micahcohen) January 17, 2018 Þegar svarendur í könnun NBC og WSJ voru spurðir að því hvaða orð lýsti best fyrsta ári Trump í embætti var algengasta svarið að fólk væri „fullt ógeðs“ [e. Disgusted]. Alls nefndu 38% svarenda það orð. Fjórðungur sagði „óttasleginn“ og í þriðja sæti, einnig með tæplega fjórðung svara, var „vongóður“. „Stoltur“ og „reiður“ voru með svipað hlutfall svara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira