Trump segir Bannon hafa misst vitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 19:45 Þeir sjást hér saman Trump og Bannon, sá fyrrnefndi í forgrunni en sá síðarnefndi við enda borðsins. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27