Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Heimir Már Pétursson skrifar 5. janúar 2018 19:27 Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir nýútkoman bók um hann fulla af lygum. Þar er meðal annars haft eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að fundur starfsmanna forsetans með hópi Rússa hafi jaðrað við landráð. Blaðamaðurinn Michael Wolff hefur gefið út bókina Fire and Fury eða Eldur og bræði, um fyrsta ár Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Trump hefur brugðist ókvæða við bókinni og hefur reynt að stöðva útgáfu hennar án árangurs og eynir hvað getur að beina kastljósinu að að ný samþykktum skattalögum. „Takk fyrir að vera með okkur í dag. Hin sögulegu skattalög sem ég skrifaði undir fyrir tveimur viku, fyrir jólin, eru þegar farin að skila miklum efnahagsbata. Við munum gera Bandaríkin stórkostleg á ný og það er að gerast mun hraðar en nokkur taldi mögulegt,“ sagði Trump í dag. Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. En í henni er því meðal annars haldið fram að Trump hafi spurt daginn eftir að hann var kjörinn hver John Boehner fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings væri. „Það er fáránlegt þar sem meirihluti ykkar hefur séð ljósmyndir, og reyndar hafa nokkur ykkar sagt á Twitter að ekki nóg með að forsetinn þekki hann heldur hafi hann spilað golf með honum og tíst um hann. Þetta er býsna einfalt grunnatriði,“ sagði Sanders á fundi með fréttmönnum í dag. Fréttaskýrendur telja að tilraunir Trumps til að ómerkja bókina sé í raun besta auglýsingin sem hún gæti fengið. Alvarlegustu ásakanirnar í bókinni varða fund Jared Kushner tengdasonar hans með hópi Rússa, sem haft er eftir Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafa forsetans að hafi jaðrað við landráð. Trump væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. „Það er svívirðilegt og hlægilegt. Ef hann væri óhæfur þá sæti hann ekki þarna, hefði ekki sigrað hæfustu frambjóðendur sem Repúblikanar hafa nokkru sinni séð. Hann er ótrúlega sterkur og góður leiðtogi,“ sagði Sanders. Starfsmenn forsetans reyna líka að draga úr því hversu náið samband Bannon hafði við forsetann þegar hann var ráðgjafi hans og segja bókina vera mistök og lygi frá upphafi til enda. „Afstaða okkar er mjög skýr. Við teljum bókina fulla af fölskum gerviupplýsingum,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45 Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og sími Þetta kemur fram í nýrri bók Michael Wolff, "Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House]. 4. janúar 2018 23:45
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52