Níundi maðurinn sem steig fæti á tunglið látinn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 20:19 John Young og Robert Crippen í geimskutlunni Columbia árið 1981. Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA. Andlát Vísindi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Geimfarinn John Young lést í gærkvöld, 87 ára að aldri, en banamein hans var lungabólga. Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) greindi frá þessu í dag. „Í dag hefur NASA og heimurinn allur misst frumkvöðul,“ segir í yfirlýsingu NASA. Ferill Youngs spannaði 42 ár en enginn annar geimfari hefur starfað svo lengi í þjónustu NASA. Young er eini maðurinn sem hefur stýrt fjórum mismunandi geimförum og enginn maður hefur farið jafnmargar geimferðir og hann, en þær eru sex talsins. Young var níundi maðurinn til þess að stíga fæti á tunglið en hann var leiðangursstjóri Apollo 16-leiðangursins sem farinn var 1972. Young hafði ferðast til tunglsins þremur árum áður með Apollo 10-leiðangrinum, sem var önnur tunglferðin frá upphafi. Geimfarið komst á braut um tunglið en lenti ekki. Young fæddist í San Francisco árið 1930 en þegar hann var barn fluttist fjölskylda hans búferlaflutningum til Orlando í Flórída-ríki. Young lauk B.S. gráðu í geimverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgíu árið 1952 en þaðan lá leið hans í sjóherinn. Í hernum hlaut Young þjálfun í flugi og þyrluflugi. Flughæfni Youngs er sögð hafa verið hreint ótrúleg en hann setti hraðamet í „klifri“ þegar hann flaug Phantom II vél sinni þrjá kílómetra upp í loft frá jörðu á aðeins 34,523 sekúndum. Árið 1962 gekk Young til liðs við NASA. „John Young var í fremstu víglínu þegar kom að geimrannsóknum, gæddur yfirvegun, hæfileikum og seiglu. Hann var á allan hátt „geimfari geimfaranna“ og við munum sakna hans,“ segir í yfirlýsingu NASA.
Andlát Vísindi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira