Réttindi barna í alþjóðasamstarfi Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Árni Stefánsson Réttindi barna Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun