Korter í jól og ekkert tilbúið Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:00 Jólin eru alveg að koma. og ekkert er klárt. Hvernig er hægt að redda jólunm á korteri þegar verslanir eru um það bil að loka? Visir/Ernir Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut. Föndur Jól Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Ertu búin að öllu? Hver kannast ekki við þessa spurningu rétt fyrir jól. „Búin að öllu hvað?“ gæti verið svar sem spyrjandinn fær frá taugaveikluðum jólastressuðum einstaklingi, sem uppgötvar í sömu andrá og spurningin er borin fram að hann er ekki búinn að neinu fyrir jólin og klukkuna vantar í alvörunni korter í jól. Standi maður frammi fyrir þeirri staðreynd að niðurtalningin að jólunum er hraðspóluð og verslanir um það bil að loka og þú hefur ekki keypt eina einustu gjöf eða gubbað glimmeri yfir stofuna þá er þetta ekki rétti tíminn til að fá taugaáfall heldur skal leysa málið með yfirveguðum hætti og það á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er mikilvægt að forgangsraða – það er augljóst að ekki gefst tími til að gera ALLT, hvernig svo sem það er skilgreint. Slepptu því að þrífa, það er óþarfi. Kveiktu heldur á kerti og slökktu ljósin, þá sérðu ekki óhreinindin. Varstu ekki búin að skreyta og hafðir ekki tíma til að kaupa jólatré? Skelltu ljósaseríu á pottaplöntu og láttu það duga, það er andinn sem skiptir máli, ekki tréð. Þeir sem eru í tímahraki fyrir jólin og vilja gefa gjafir en hafa ekki tækifæri til að ráfa ráðvilltir á milli verslana í örvæntingarfullri leit að einhverju, ættu að nýta sér tæknina. Leikhúsmiðar, flugmiðar, gistingin, borðapöntunin – allt þetta og fleira til er einfalt að kaupa á netinu og tekur ekki nema augnablik að græja. En vilji maður gefa persónulega og heimatilbúna gjöf og tíminn til að föndra tímamótaframlag til listarinnar er ekki til staðar þá væri til dæmis hægt að semja ljóð, eða gefa samveru eða vinnuframlag. Umfram allt, ekki missa móðinn, það er hugurinn sem gildir en ekki pakkafjöld og jólaskraut.
Föndur Jól Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira