Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 16:19 Persónuafsláttur hækkar um 1,9 prósent í ársbyrjun. Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020. Skattar og tollar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020.
Skattar og tollar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira