Umhverfisvæn jól Ingrid Kuhlman skrifar 13. desember 2017 07:00 Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun