Ár þar sem allt fór samkvæmt áætlun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2017 06:00 Thelma Björg Björnsdóttir og Helgi Sveinsson með viðurkenningar sínar. Fréttablaðið/Anton Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Aðrar íþróttir Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Aðrar íþróttir Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn