Sveitarstjórar á Vestfjörðum fagna umræðu um kynbundið ofbeldi Aron Ingi Guðmundsson skrifar 18. desember 2017 11:00 Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira