Eldri borgarar geti lifað með reisn af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðinum Björgvin Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 07:00 Ég hef unnið að málefnum eldri borgara í 14 ár. Ég lét af störfum fyrir 15 árum fyrir aldurs sakir og hef mestallan tímann síðan unnið að málefnum eldri borgara, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík, sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk og með því að skrifa greinar í dagblöðin um málefni aldraðra. Ég hef nokkuð góða yfirsýn yfir þennan málaflokk og tel mig hafa þokkalega þekkingu á honum. Því miður er dómur minn sá, að allir stjórnmálaflokkar hafa brugðist eldri borgurum. Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd; þeir hafa allir hundsað aldraða. Ástæðan er sérstakt rannsóknarefni. Hún er óskiljanleg. Það er hins vegar misjafnt hvað stjórnvöld þykjast gera mikið fyrir eldri borgara. Sumar ríkisstjórnir berja sér á brjóst og látast vera að vinna mikil afrek fyrir aldraða. En yfirleitt er engin innistæða fyrir þeirri afrekaskrá. Eldri borgarar vona alltaf, að breyting verði á og einstaka sinnum láta ráðamenn einhverja mola falla af borðum til aldraðra. En það hvarflar ekki að ráðamönnum að taka sér tak í þessum málaflokki og gerbreyta um stefnu, lyfta kjörum aldraðra svo myndarlega upp, að eldri borgarar geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt.Ný stjórn eins og eldri stjórnir Ný ríkisstjórn, sem var að taka við völdum, er ekki frábrugðin fyrri stjórnum í þessu efni. Hún fetar troðnar slóðir; gerir ekkert fyrir eldri borgara. Það eina bitastæða, sem mátti sjá í stjórnarsáttmálanum varðandi eldri borgara, var það, að þeir mættu vinna örlítið lengur en áður án þess að tryggingalífeyrir þeirra yrði skertur. Rétt eins og aldraðir, sem búnir eru að vera á vinnumarkaði alla sína starfsævi, vilji helst fá að vinna meira, þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Fyrsta krafan er að sjálfsögðu sú, að eldri borgarar geti lifað af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðnum. En það er engin leið að gera það í dag. 197 þús. kr. eftir skatt hafa eldri borgarar, sem eru í sambúð eða hjónabandi; eftir skatt, þeir, sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þannig er þetta í miðju góðærinu. Og það skiptir engu þó Félag eldri borgara hafi sagt frá því, að dæmi væru um að eldri borgarar hringdu til félagsins og segðu, að þeir ættu ekki fyrir mat. Samt gera stjórnvöld ekkert; samt lætur ný stjórn málið vera. Það breytir engu þó Vinstri græn séu komin í stjórnina. Það hefði átt að laga kjör aldraðra og öryrkja á fyrsta degi ríkisstjórnarinnar með útgáfu bráðabirgðalaga. Nei, það datt ekki nýjum ráðamönnum í hug. En þeir hefðu gert það, ef banna hefði þurft verkfall. Þá hefði ekki staðið á því að gefa út bráðabirgðalög. Nú hefur fjárlagafrumvarp nýju ríkisstjórnarinnar verið lagt fram. Ekki ber það þess merki, að vinstri flokkur sé kominn í stjórnina. Frumvarpið hefði sennilega verið alveg eins þó Íhaldið og Framsókn ein hefðu lagt það fram. Allavega er frumvarpið mjög svipað frumvarpinu, sem Benedikt Jóhannesson lagði fram; örlítið meiri framlög til heilbrigðismála og menntamála en lítil framlög til barnafólks, svo sem í barnabætur og til fæðingarorlofs og húsnæðismálin alveg út undan. Ekkert er lagt til útrýmingar á fátækt eða til annarra mála, sem flokkast geta undir félagshyggju. Hálfur milljarður í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á miðju næsta ári, sem átti að koma fyrir 8-10 árum, er ræfilslegt framlag; Kristján Þór Júlíusson lofaði sem heilbrigðisráðherra 800 millj. í þennan málaflokk sl. haust en það var svikið. Nú segist ríkisstjórnin ætla að lækka tannlæknakostnað aldraðra en eftir er að sjá hvort betur verður staðið við það en loforðið sem fyrri ríkisstjórn gaf.Ekkert gert heldur fyrir öryrkja Ég reiknaði með því, að ríkisstjórnin mundi gera eitthvað fyrir öryrkja í jólamánuðinum enda þótt lífeyrir aldraðra væri ekki hækkaður um eina krónu fyrir jólin. En því miður; svo varð ekki. Öryrkjar fengu ekki heldur neinar kjarabætur í jólamánuðinum. Öryrkjar hafa verið enn verr staddir en aldraðir frá því ný lög um almannatryggingar voru sett 1. janúar sl. Með nýju lögunum var krónu móti krónu skerðingin afnumin hjá eldri borgurum en hún var látin haldast hjá öryrkjum. Það þýddi, að ef öryrki vann sér inn nokkrar krónur, til dæmis 40 þúsund kr., var jafnhá upphæð dregin af lífeyri öryrkjans, framfærsluviðmiðinu. Öryrkinn stóð því í sömu sporum á eftir eins og hann hefði ekki unnið fyrir neinu. Þetta var forkastanlegt. Þetta var refsiaðgerð, sem ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. greip til gegn öryrkjum. Ég hefði haldið, að Vinstri græn mundu leiðrétta þennan ósóma strax fyrir jól og hækka lífeyrinn eitthvað í leiðinni, þar eð hann er svo lágur, að engin leið er að lifa af honum. Þetta gildir bæði fyrir aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Nýr félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, átti fund með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og talaði þar fallega við þá um að hann ætlaði að bæta kjör þeirra og aðstöðu. Fulltrúar ÖBÍ fóru fullir bjartsýni frá ráðherra en vonbrigði þeirra voru mikil, þegar þeir sáu fjárlagafrumvarpið og engar kjarabætur var að finna þar þeim til handa í jólamánuðinum. Því miður ætla Vinstri græn að staðfesta kenningu mína um, að það sé alveg sama hvaða flokkur sé í stjórn: Þeir hundsa allir eldri borgara og raunar öryrkja einnig. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið að málefnum eldri borgara í 14 ár. Ég lét af störfum fyrir 15 árum fyrir aldurs sakir og hef mestallan tímann síðan unnið að málefnum eldri borgara, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík, sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk og með því að skrifa greinar í dagblöðin um málefni aldraðra. Ég hef nokkuð góða yfirsýn yfir þennan málaflokk og tel mig hafa þokkalega þekkingu á honum. Því miður er dómur minn sá, að allir stjórnmálaflokkar hafa brugðist eldri borgurum. Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd; þeir hafa allir hundsað aldraða. Ástæðan er sérstakt rannsóknarefni. Hún er óskiljanleg. Það er hins vegar misjafnt hvað stjórnvöld þykjast gera mikið fyrir eldri borgara. Sumar ríkisstjórnir berja sér á brjóst og látast vera að vinna mikil afrek fyrir aldraða. En yfirleitt er engin innistæða fyrir þeirri afrekaskrá. Eldri borgarar vona alltaf, að breyting verði á og einstaka sinnum láta ráðamenn einhverja mola falla af borðum til aldraðra. En það hvarflar ekki að ráðamönnum að taka sér tak í þessum málaflokki og gerbreyta um stefnu, lyfta kjörum aldraðra svo myndarlega upp, að eldri borgarar geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt.Ný stjórn eins og eldri stjórnir Ný ríkisstjórn, sem var að taka við völdum, er ekki frábrugðin fyrri stjórnum í þessu efni. Hún fetar troðnar slóðir; gerir ekkert fyrir eldri borgara. Það eina bitastæða, sem mátti sjá í stjórnarsáttmálanum varðandi eldri borgara, var það, að þeir mættu vinna örlítið lengur en áður án þess að tryggingalífeyrir þeirra yrði skertur. Rétt eins og aldraðir, sem búnir eru að vera á vinnumarkaði alla sína starfsævi, vilji helst fá að vinna meira, þegar þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Fyrsta krafan er að sjálfsögðu sú, að eldri borgarar geti lifað af lífeyri sínum án þess að vera á vinnumarkaðnum. En það er engin leið að gera það í dag. 197 þús. kr. eftir skatt hafa eldri borgarar, sem eru í sambúð eða hjónabandi; eftir skatt, þeir, sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Þannig er þetta í miðju góðærinu. Og það skiptir engu þó Félag eldri borgara hafi sagt frá því, að dæmi væru um að eldri borgarar hringdu til félagsins og segðu, að þeir ættu ekki fyrir mat. Samt gera stjórnvöld ekkert; samt lætur ný stjórn málið vera. Það breytir engu þó Vinstri græn séu komin í stjórnina. Það hefði átt að laga kjör aldraðra og öryrkja á fyrsta degi ríkisstjórnarinnar með útgáfu bráðabirgðalaga. Nei, það datt ekki nýjum ráðamönnum í hug. En þeir hefðu gert það, ef banna hefði þurft verkfall. Þá hefði ekki staðið á því að gefa út bráðabirgðalög. Nú hefur fjárlagafrumvarp nýju ríkisstjórnarinnar verið lagt fram. Ekki ber það þess merki, að vinstri flokkur sé kominn í stjórnina. Frumvarpið hefði sennilega verið alveg eins þó Íhaldið og Framsókn ein hefðu lagt það fram. Allavega er frumvarpið mjög svipað frumvarpinu, sem Benedikt Jóhannesson lagði fram; örlítið meiri framlög til heilbrigðismála og menntamála en lítil framlög til barnafólks, svo sem í barnabætur og til fæðingarorlofs og húsnæðismálin alveg út undan. Ekkert er lagt til útrýmingar á fátækt eða til annarra mála, sem flokkast geta undir félagshyggju. Hálfur milljarður í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði á miðju næsta ári, sem átti að koma fyrir 8-10 árum, er ræfilslegt framlag; Kristján Þór Júlíusson lofaði sem heilbrigðisráðherra 800 millj. í þennan málaflokk sl. haust en það var svikið. Nú segist ríkisstjórnin ætla að lækka tannlæknakostnað aldraðra en eftir er að sjá hvort betur verður staðið við það en loforðið sem fyrri ríkisstjórn gaf.Ekkert gert heldur fyrir öryrkja Ég reiknaði með því, að ríkisstjórnin mundi gera eitthvað fyrir öryrkja í jólamánuðinum enda þótt lífeyrir aldraðra væri ekki hækkaður um eina krónu fyrir jólin. En því miður; svo varð ekki. Öryrkjar fengu ekki heldur neinar kjarabætur í jólamánuðinum. Öryrkjar hafa verið enn verr staddir en aldraðir frá því ný lög um almannatryggingar voru sett 1. janúar sl. Með nýju lögunum var krónu móti krónu skerðingin afnumin hjá eldri borgurum en hún var látin haldast hjá öryrkjum. Það þýddi, að ef öryrki vann sér inn nokkrar krónur, til dæmis 40 þúsund kr., var jafnhá upphæð dregin af lífeyri öryrkjans, framfærsluviðmiðinu. Öryrkinn stóð því í sömu sporum á eftir eins og hann hefði ekki unnið fyrir neinu. Þetta var forkastanlegt. Þetta var refsiaðgerð, sem ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. greip til gegn öryrkjum. Ég hefði haldið, að Vinstri græn mundu leiðrétta þennan ósóma strax fyrir jól og hækka lífeyrinn eitthvað í leiðinni, þar eð hann er svo lágur, að engin leið er að lifa af honum. Þetta gildir bæði fyrir aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Nýr félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, átti fund með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og talaði þar fallega við þá um að hann ætlaði að bæta kjör þeirra og aðstöðu. Fulltrúar ÖBÍ fóru fullir bjartsýni frá ráðherra en vonbrigði þeirra voru mikil, þegar þeir sáu fjárlagafrumvarpið og engar kjarabætur var að finna þar þeim til handa í jólamánuðinum. Því miður ætla Vinstri græn að staðfesta kenningu mína um, að það sé alveg sama hvaða flokkur sé í stjórn: Þeir hundsa allir eldri borgara og raunar öryrkja einnig. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar