Framtíð án plasts í borginni okkar Sævar Þór Jónsson skrifar 18. desember 2017 21:04 Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun