Þórhildur Sunna: „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla „per se“ er ekki refsiverð á Íslandi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 2. desember 2017 15:07 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gagnrýnir þekkingarleysi nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi. Þórhildur Sunna var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er sett upp í þessum stjórnarsáttmála. Bæði það að þetta heyri undir dómsmálin en ekki bara það heldur líka þekkingarleysið sem þessi texti lýsir gagnvart vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna í umræðum um stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í tengslum við vímuefni og dómskerfið. Þórhildur segir að það sé grundvallarmunur á þeirri vímuefnastefnu sem gildi á Íslandi og þeim áætlunum sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í sáttmálanum segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir egn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla per se er ekki refsiverð á Íslandi. Varsla vímuefna er það hins vegar. Það veldur mér svolitlum áhyggjum þessi grundvallarmunur, þú getur ekki afnumið það sem er ekki til staðar.“ Þórhildur segir að glæpir eru oft framdir af þeim sem eru í talsvert mikilli neyslu og að glæpir séu oft framdir til að fjármagna hana. Þá hefur hún áhyggjur af því að boðaðar séu harðari refsingar við slíkum glæpum. „Mér finnst þetta vera að snúa af braut betrunarstefnu í átt að harðari refsistefnu sem er alls ekki trendið á alþjóðavísu og ég hef talsverðar áhyggjur af því. Það liggja líka fyrir tillögur frá þverfaglegum hópi sem vann sínar tillögur um tegund afglæpavæðingu hérna á íslandi fyrir 2-3 árum síðan og ekkert hefur verið gert með. Sú stefna sem var unnin undir heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór, hún stefnir í átt að afglæpavæðingu og meiri mannúð og meiri betrun. Þetta finnst mér vera algjör u-beygja.“Er Portúgalska leiðin rétta leiðin? Yfirvöld í Portúgal brugðu á það ráð að afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu árið 2001 og varði miklum fjármunum í forvarnir til þess að berjast gegn aukinni fíkniefnaneyslu í landinu. Hin svokallaða Portúgalska-leið hefur virkað með ágætum í landinu og hefur neytendum harðra fíkniefna fækkað töluvert frá því árið 2001. Það er mat Þórhildar Sunnu að ekki eigi að fara þessa leið á Íslandi, enda eru vandamálin hér á landi ekki þau sömu. „Portúgalska leiðin er sérstök, þau áttu við alveg sérstakt vandamál að stríða vegna heróínneyslu. Við búum ekki alveg við sama veruleika hér þannig að ég myndi frekar leggja til að við færum einhverskonar íslenska leið sem tæki mið af okkar veruleika.“ Hún vísar einnig til þless að afglæpavæðing í tengslum við fíkniefni hafi átt sér stað víðsvegar í heiminum og að meðal annars hafi Sameinuðu Þjóðirnar beitt sér gegn refsistefnunni. „Við höfum séð að Sameinuðu Þjóðirnar eru farin að beita sér gegn refsistefnunni og að fyrrverandi forsetar stærstu ríkjanna í mið- og suður ameríku eru að hvetja allan heiminn til að snúa af braut þessarar refsistefnu því hún eykur ofbeldi og sendir peninga inn í undirheima og glæpasamtök. Hún skerðir mannréttindi og veldur mannréttindabrotum margendurtekið,“ segir Þórhildur Sunna. „Hér er þetta þannig að fólk kemst á sakaskrá fyrir að nota einhver önnur vímuefni en áfengi og verður þá fyrir skerðingu gagnvart sínum lífsmöguleikum. „Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir unga fólkið, að þó þau séu að fikta við einhver vímuefni valdi því að þau eigi erfitt með aða fá vinnu eða eiga erfitt með að fóta sig í lífinu? Þau leiðast jafnvel út í skuldir og neyðast til að flytja efni á milli landa og geta þá lent í margfalt lengra fangelsi en við verstu ofbeldisglæpunum,“ segir Þórhildur Sunna.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Víglínan Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gagnrýnir þekkingarleysi nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi. Þórhildur Sunna var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er sett upp í þessum stjórnarsáttmála. Bæði það að þetta heyri undir dómsmálin en ekki bara það heldur líka þekkingarleysið sem þessi texti lýsir gagnvart vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna í umræðum um stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í tengslum við vímuefni og dómskerfið. Þórhildur segir að það sé grundvallarmunur á þeirri vímuefnastefnu sem gildi á Íslandi og þeim áætlunum sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í sáttmálanum segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir egn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla per se er ekki refsiverð á Íslandi. Varsla vímuefna er það hins vegar. Það veldur mér svolitlum áhyggjum þessi grundvallarmunur, þú getur ekki afnumið það sem er ekki til staðar.“ Þórhildur segir að glæpir eru oft framdir af þeim sem eru í talsvert mikilli neyslu og að glæpir séu oft framdir til að fjármagna hana. Þá hefur hún áhyggjur af því að boðaðar séu harðari refsingar við slíkum glæpum. „Mér finnst þetta vera að snúa af braut betrunarstefnu í átt að harðari refsistefnu sem er alls ekki trendið á alþjóðavísu og ég hef talsverðar áhyggjur af því. Það liggja líka fyrir tillögur frá þverfaglegum hópi sem vann sínar tillögur um tegund afglæpavæðingu hérna á íslandi fyrir 2-3 árum síðan og ekkert hefur verið gert með. Sú stefna sem var unnin undir heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór, hún stefnir í átt að afglæpavæðingu og meiri mannúð og meiri betrun. Þetta finnst mér vera algjör u-beygja.“Er Portúgalska leiðin rétta leiðin? Yfirvöld í Portúgal brugðu á það ráð að afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu árið 2001 og varði miklum fjármunum í forvarnir til þess að berjast gegn aukinni fíkniefnaneyslu í landinu. Hin svokallaða Portúgalska-leið hefur virkað með ágætum í landinu og hefur neytendum harðra fíkniefna fækkað töluvert frá því árið 2001. Það er mat Þórhildar Sunnu að ekki eigi að fara þessa leið á Íslandi, enda eru vandamálin hér á landi ekki þau sömu. „Portúgalska leiðin er sérstök, þau áttu við alveg sérstakt vandamál að stríða vegna heróínneyslu. Við búum ekki alveg við sama veruleika hér þannig að ég myndi frekar leggja til að við færum einhverskonar íslenska leið sem tæki mið af okkar veruleika.“ Hún vísar einnig til þless að afglæpavæðing í tengslum við fíkniefni hafi átt sér stað víðsvegar í heiminum og að meðal annars hafi Sameinuðu Þjóðirnar beitt sér gegn refsistefnunni. „Við höfum séð að Sameinuðu Þjóðirnar eru farin að beita sér gegn refsistefnunni og að fyrrverandi forsetar stærstu ríkjanna í mið- og suður ameríku eru að hvetja allan heiminn til að snúa af braut þessarar refsistefnu því hún eykur ofbeldi og sendir peninga inn í undirheima og glæpasamtök. Hún skerðir mannréttindi og veldur mannréttindabrotum margendurtekið,“ segir Þórhildur Sunna. „Hér er þetta þannig að fólk kemst á sakaskrá fyrir að nota einhver önnur vímuefni en áfengi og verður þá fyrir skerðingu gagnvart sínum lífsmöguleikum. „Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir unga fólkið, að þó þau séu að fikta við einhver vímuefni valdi því að þau eigi erfitt með aða fá vinnu eða eiga erfitt með að fóta sig í lífinu? Þau leiðast jafnvel út í skuldir og neyðast til að flytja efni á milli landa og geta þá lent í margfalt lengra fangelsi en við verstu ofbeldisglæpunum,“ segir Þórhildur Sunna.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira