Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2017 23:59 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax. Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax.
Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28