Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 20:40 Hinn 82 ára Mahmoud Abbas hefur gegnt embætti forseta Palestínumanna frá árinu 2005. Vísir/afp Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að Bandaríkin geti ekki gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Abbas sem hann sendi frá sér í kjölfar ræðu Trump fyrr í kvöld. Abbas segir að yfirlýsing Trump sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Trump lýsti í kvöld yfir að hann hafi beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja þegar í stað undirbúning flutnings sendiráðs Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Hann sagði að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn sögulegan og kvaðst hann vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í samtali við fréttamenn fyrr í kvöld að Frakklandsstjórn styðji ekki ákvörðun Trump og hvatti hann til friðar. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að Bandaríkin geti ekki gegnt hlutverki sáttasemjara í deilu Palestínumanna og Ísraela eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að Bandaríkin viðurkenni nú Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Abbas sem hann sendi frá sér í kjölfar ræðu Trump fyrr í kvöld. Abbas segir að yfirlýsing Trump sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Trump lýsti í kvöld yfir að hann hafi beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að hefja þegar í stað undirbúning flutnings sendiráðs Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Hann sagði að Bandaríkin myndu styðja tveggja ríkja lausn í deilunni, ef bæði Ísraelar og Palestínumenn væru henni samþykk. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði daginn sögulegan og kvaðst hann vera þakklátur Trump forseta. Mikið hefur verið deilt um stöðu Jerúsalem alla tíð frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu, íslam, gyðingdómur og kristindómur líta á hana sem heilaga borg. Hún var hernumin af Ísraelum í Sex daga stríðinu 1967 og innlimuð í Ísrael 1980. Ekkert sendiráð er nú staðsett í Jerúsalem en alls má finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í samtali við fréttamenn fyrr í kvöld að Frakklandsstjórn styðji ekki ákvörðun Trump og hvatti hann til friðar.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19