Lyfta þarf lífeyri langt upp fyrir fátæktarmörk! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar