Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 23:38 Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. vísir/getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst heyja „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðislegu ofbeldi. Hann mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. Þegar Macron var kjörinn forseti í maí síðastliðnum þá lofaði flokkur hans að endurhugsa kynjapólitík og kynjajafnrétti en franskir femínistar hafa bent á að áætlun Macron verði að fela í sér aukið fjármagn til góðgerðarsamtaka sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis. Þá þurfi einnig að gera átak í því að þjálfa lögreglumenn í öllu því sem viðkemur kynferðisofbeldi. Macron mun flytja ræðu á morgun þar sem hann mun kynna átakið en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttdagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun franska ríkisstjórnin jafnframt kynna sjónvarps-og samfélagsmiðlaherferð gegn kynferðisofbeldi og kynjamisrétti. Markmiðið er að breyta hegðun og viðhorfum á sama hátt og gert hefur verið í sambærilegum samfélagslegum herferðum í Frakklandi, til dæmis hvað varðar ölvunarakstur. Þá verður lagt fram frumvarp á þingi á næsta ári þar sem lagt verður til að setja inn nýtt ákvæði varðandi áreitni á götum úti. Einnig er stefnt að því að refsingar fyrir að nauðga börnum og misnota þau á annan kynferðislegan hátt verði hertar. „Þetta snýst um hertar refsingar en þetta snýst líka um að takast á við rót vandans í samfélaginu sem eru yfirráð karla yfir konum. Við þurfum að brjóta niður staðalímyndir, þetta er barátta við menningu okkar,“ segir talsmaður frönsku ríkisstjórnar. Tilkynningum um nauðganir, önnur kynferðisbrot og kynferðislega áreitni hefur fjölgað um nærri þriðjung í Frakklandi síðan að ásakanirnar á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein fóru að koma fram. Í kjölfarið varð bylting á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu MeToo þar sem konur um allan heim hafa sagt frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa orðið fyrir.
Frakkland MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira