Reglulegt rafmagnsleysi í Skötufirði Aron Ingi Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2017 13:03 Ábúendur á bænum Hvítanesi í Skötufirði hafa fengið nóg af rafmagnsleysi sem reglulega lætur á sér kræla. "Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir sveitarstjórinn. Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar. Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar.
Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira