Málinu lokað í dag eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 11:12 Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
„Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49