Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 16:42 Trump gat ekki stillt sig um að bauna á pólitískan andstæðing við athöfn til heiðurs stríðshetja úr röðum bandarískra frumbyggja í gær. Vísir/AFP Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico. Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico.
Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira