Menntakerfið er ekki eyland Sigurður Hannesson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Það mikilvæga verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu um það hvernig nemendur á Íslandi verða undirbúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar á vinnumarkaðnum. Menntakerfið gegnir þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar. Aukið fjármagn í menntakerfið er ekki nauðsynleg forsenda fyrir breytingar. Miklu frekar þarf nýja hugsun og nýjar áherslur til að leysa vandann. Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland. Miklar breytingar á tækni og störfum fylgja fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Það er heilmikið færnimisræmi til staðar en þá er átt við það misræmi sem er á milli þeirrar færni sem fyrirtæki þarfnast og færni fólks á vinnumarkaði. Það hefur reynst erfitt að manna störf á sviði iðn-, tækni- og raungreina og blasir við að fjölga þarf þeim sem útskrifast af þessum sviðum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að vekja áhuga nemenda á tækni og vísindum. Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi sem var sýndur á RÚV um árabil hafði mjög jákvæð áhrif í þá veru og væri ráð að endurvekja hann í einhverri mynd. Forritun er tungumál 21. aldarinnar og því hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á að forritun verði gerð að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Til marks um að hægt er að ná einstökum árangri þegar stjórnvöld og atvinnulíf taka höndum saman er Microbit verkefnið. Þar hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjöldi íslenskra fyrirtækja látið nemendum í té Microbit smátölvur sem hægt er að nota til forritunar. Viðtökurnar hafa sýnt að nemendur eru tilbúnir að takast á við ný verkefni en markmiðið er að efla þekkingu og áhuga. Menntakerfið þarf að laga sig að breyttum veruleika og undirbúa nýjar kynslóðir fyrir störf og starfsumhverfi sem ekki eru þekkt í dag. Það má engan tíma missa því ekki viljum við að íslenskir nemendur verði eftirbátar annarra ungmenna né viljum við draga úr samkeppnishæfni Íslands. Ný hugsun í menntamálum skilar sér margfalt til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það mikilvæga verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu um það hvernig nemendur á Íslandi verða undirbúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar á vinnumarkaðnum. Menntakerfið gegnir þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar. Aukið fjármagn í menntakerfið er ekki nauðsynleg forsenda fyrir breytingar. Miklu frekar þarf nýja hugsun og nýjar áherslur til að leysa vandann. Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland. Miklar breytingar á tækni og störfum fylgja fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Það er heilmikið færnimisræmi til staðar en þá er átt við það misræmi sem er á milli þeirrar færni sem fyrirtæki þarfnast og færni fólks á vinnumarkaði. Það hefur reynst erfitt að manna störf á sviði iðn-, tækni- og raungreina og blasir við að fjölga þarf þeim sem útskrifast af þessum sviðum til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nauðsynlegt er að vekja áhuga nemenda á tækni og vísindum. Þátturinn Nýjasta tækni og vísindi sem var sýndur á RÚV um árabil hafði mjög jákvæð áhrif í þá veru og væri ráð að endurvekja hann í einhverri mynd. Forritun er tungumál 21. aldarinnar og því hafa Samtök iðnaðarins lagt áherslu á að forritun verði gerð að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Til marks um að hægt er að ná einstökum árangri þegar stjórnvöld og atvinnulíf taka höndum saman er Microbit verkefnið. Þar hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun, KrakkaRúv og fjöldi íslenskra fyrirtækja látið nemendum í té Microbit smátölvur sem hægt er að nota til forritunar. Viðtökurnar hafa sýnt að nemendur eru tilbúnir að takast á við ný verkefni en markmiðið er að efla þekkingu og áhuga. Menntakerfið þarf að laga sig að breyttum veruleika og undirbúa nýjar kynslóðir fyrir störf og starfsumhverfi sem ekki eru þekkt í dag. Það má engan tíma missa því ekki viljum við að íslenskir nemendur verði eftirbátar annarra ungmenna né viljum við draga úr samkeppnishæfni Íslands. Ný hugsun í menntamálum skilar sér margfalt til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun