Trump hafði fögur orð um Xi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Kínversku forsetahjónin sýndu bandarískum gestum sínum merkileg kennileiti í höfuðborginni Peking. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira