Yfirmaður CIA ósammála Trump Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 17:45 Donald Trump og Vladimir Putin í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist trúa því að Rússar hafi ekki reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þrátt fyrir að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa, meðal annarra, komist að annarri niðurstöðu. Þess í stað gagnrýndi Trump fyrrverandi yfirmenn öryggisstofnana í Bandaríkjunum og sagði niðurstöðu þeirra byggða á pólitík. Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, sem ráðinn var af Donald Trump, segist standa við niðurstöður stofnunarinnar. Meðal þess sem yfirvöld í Rússlandi gerðu var að stela þúsundum tölvupósta úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins og dreifa þeim á internetinu og dreifa fölskum upplýsingum til að hjálpa Trump að vinna mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton. Forsetarnir hittustu í Danang í Víetnam í dag á fundi Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, og Trump sagði blaðamönnum eftir fundinn að þeir hefðu rætt kosningarnar og afskiptin. „Hann sagðist ekki hafa haft nein afskipti af kosningunum. Ég spurði hann aftur. Það er ekki hægt að spyrja hann endalaust...Hann sagðist alls ekki hafa haft afskipti af kosningum okkar. Hann gerði ekki það sem þeir eru að saka hann um,“ sagði Trump, samkvæmt frétt Washington Post. „Í hvert einasta sinn sem hann hittir mig, segir hann: Ég gerði þetta ekki, og ég trúi. Ég trúi því honum sé alvara.“Segir að rannsóknin muni kosta líf Trump bætti því við að hann taldi Putin vera móðgaðan yfir þessum síendurteknu ásökunum. Hann sagði einnig að þessar ásakanir og nokkrar rannsóknir sem snúa að afskiptunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump, væru runnar undan rifjum demókrata og að fólk myndi deyja vegna þeirra. „Að eiga gott samband við Rússland er frábær, frábær hlutur. Þessi gerviárás demókrata er fyrir því sambandi. Fólk mun deyja vegna þessa,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni.Talsmaður Putin sagði CNN þó að forsetarnir hefðu ekki rætt kosningarnar, þó Trump haldi því fram. Mike Pompeo, yfirmaður CIA, segist þó standa við niðurstöður stofnunarinnar.Rússar gáfu í dag út yfirlýsingu um að Putin og Trump hefðu komist að samkomulagi varðandi framtíð Sýrlands, nú þegar Íslamska ríkið hefur að mestu verið rekið þaðan. Umrætt samkomulag felur í sér að búa til friðarsvæði í Sýrlandi, koma í veg fyrir átök á milli Bandarískra hermanna og rússneskra og vinna að friðarsamkomulagi. Trump sagði blaðamönnum eftir fund hans við Putin að þeir hefðu náð samkomulagi um Sýrland mjög fljótt. Hann lofaði Putin og sagði þá eiga í góðu sambandi. „Við virðumst ná vel saman og eiga í góðu sambandi, sérstaklega miðað við að við þekkjumst ekki það vel,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00