Donald Trump yngri í samskiptum við Wikileaks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 06:44 Donald Trump yngri birti staðfestingar á samskiptum sem kosningalið hans hefur ætíð neitað fyrir. VÍSIR/GETTY Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03