Prófaðu að draga í riðla fyrir HM 2018: Verða strákarnir ánægðir með þig? Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 11:00 Aron Einar yrði ekki ánægður með alla þessa riðla. vísir/getty Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM 2018 í fótbolta sem fram fer í Rússlandi og er því ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í 21. heimsmeistaramótinu sem hefst í júní á næsta ári. Styrkleikalistarnir eru klárir en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur Norðurlandaþjóðunum; Svíþjóð og Danmörku, en dregið verður í riðla 1. desember í Rússlandi. Ísland getur aðeins verið með einni annarri Evrópuþjóð í riðli þannig að fari svo að Íslandi fái til dæmis Þýskaland úr efsta styrkleikaflokki geta strákarnir okkar ekki fengið Evrópuþjóð úr styrkleikaflokkum tvö og fjögur.Pots announced for #WorldCup Final Drawhttps://t.co/Wr17mUox90pic.twitter.com/1BTSixQ05Z — #WCQ (@FIFAWorldCup) November 16, 2017 Líklega væri best að dragast í A-riðil með gestgjöfum Rússlands sem eru sjálfkrafa í efsta styrkleikaflokki sem heimaþjóðin en Rússarnir eru langslakastir af þeim liðum sem eru í efsta flokki. Fýsilegir kostir í öðrum styrkleikaflokki eru lið eins og Perú og Sviss og í þeim fjórða myndi enginn slá hendi á móti því að mæta Sádi-Arabíu eða Panama. En svo geta strákarnir okkar verið alveg einstaklega óheppnir og dregist í riðil með Brasilíu, Spáni og Nígeríu en allt kemur þetta í ljós 1. desember þegar að dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið. Þangað til getur þú, lesandi góður, leikið þér að draga í riðla og sjá alla mögulega og ómögulega kosti sem eru í boði fyrir strákana okkar. Eina sem þú þarft að gera er að smella hér og ýta á „simulate draw“. Góða skemmtun. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45 Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30 Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM 2018 í fótbolta sem fram fer í Rússlandi og er því ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt í 21. heimsmeistaramótinu sem hefst í júní á næsta ári. Styrkleikalistarnir eru klárir en Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt hinum tveimur Norðurlandaþjóðunum; Svíþjóð og Danmörku, en dregið verður í riðla 1. desember í Rússlandi. Ísland getur aðeins verið með einni annarri Evrópuþjóð í riðli þannig að fari svo að Íslandi fái til dæmis Þýskaland úr efsta styrkleikaflokki geta strákarnir okkar ekki fengið Evrópuþjóð úr styrkleikaflokkum tvö og fjögur.Pots announced for #WorldCup Final Drawhttps://t.co/Wr17mUox90pic.twitter.com/1BTSixQ05Z — #WCQ (@FIFAWorldCup) November 16, 2017 Líklega væri best að dragast í A-riðil með gestgjöfum Rússlands sem eru sjálfkrafa í efsta styrkleikaflokki sem heimaþjóðin en Rússarnir eru langslakastir af þeim liðum sem eru í efsta flokki. Fýsilegir kostir í öðrum styrkleikaflokki eru lið eins og Perú og Sviss og í þeim fjórða myndi enginn slá hendi á móti því að mæta Sádi-Arabíu eða Panama. En svo geta strákarnir okkar verið alveg einstaklega óheppnir og dregist í riðil með Brasilíu, Spáni og Nígeríu en allt kemur þetta í ljós 1. desember þegar að dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið. Þangað til getur þú, lesandi góður, leikið þér að draga í riðla og sjá alla mögulega og ómögulega kosti sem eru í boði fyrir strákana okkar. Eina sem þú þarft að gera er að smella hér og ýta á „simulate draw“. Góða skemmtun.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45 Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30 Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sport, fór yfir landsliðsverkefnið í Katar. 16. nóvember 2017 08:45
Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. 16. nóvember 2017 10:30
Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. 16. nóvember 2017 09:15