UFC fær mikla gagnrýni: „Endar með því að Stallone mæti Kim Kardashian“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 13:45 Kim Kardashian gæti lent í basli með Rocky. vísir/getty „Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia. MMA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
„Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia.
MMA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira