Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 10:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gengur út af fundi í Washington D.C. fyrr í vikunni. Vísir/AFP John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un. Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás – að því gefnu að fyrirskipunin væri „ólögleg.“ Bandaríska fréttastofan CNN greinir frá. „Ég gef forsetanum ráð,“ sagði hershöfðinginn Hyten á alþjóðlegri öryggismálaráðstefnu í Nova Scotia í Kanada í gær. „Hann segir mér hvað ég á að gera, og ef það er ólöglegt, getið hvað gerist þá. Ég mun segja „herra forseti, það er ólöglegt.“ Getið hvað hann gerir þá. Hann mun segja: „Hvað væri löglegt?“ og við munum upphugsa leiðir til að bregðast við stöðunni, og þannig gengur þetta fyrir sig. Þetta er ekki ýkja flókið.“ Þingnefnd utanríkismála í öldungadeild Bandaríkjaþings fundaði nýlega um heimild Bandaríkjaforseta til að skjóta kjarnorkuvopnum á loft. Fjörutíu ár eru síðan slíkur fundur var haldinn síðast.John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers.Vísir/AFPRobert Kehler, sem gegndi stöðu hershöfðingja í bandaríska hernum í valdatíð Barack Obama, ræddi kjarnorkumálin á fundi þingnefndarinnar. Hann sagði Bandaríkjaher ekki framfylgja fyrirskipunum forsetans í blindni. Allar slíkar fyrirskipanir, sérstaklega er varða kjarnorkumál, verði að vera samkvæmt lögum. Kjarnorkumál Bandaríkjanna hafa farið hátt í fréttum undanfarin misseri vegna tíðra kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Nú síðast sendi Donald Trump Bandaríkjaforseti stjórnvöldum í Norður-Kóreu tóninn í heimsókn sinni til Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Þá hvatti hann aðrar þjóðir til að stöðva vopnabrölt leiðtogans, Kim Jong-un.
Donald Trump Tengdar fréttir Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31 Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37 Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sjá meira
Segja Trump hafa „grátbeðið“ um kjarnorkustríð Yfirvöld í Norður-Kóreu segja ferð forseta Bandaríkjanna um Asíu hafa ítrekað nauðsyn þess að ríkið komi upp kjarnorkuvopnum. 11. nóvember 2017 21:31
Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. 15. nóvember 2017 07:37
Norður-Kóreumenn útiloka viðræður um kjarnorkuvopn Heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna standa í vegi viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna, að sögn sendiherra alræðisríkisins. 17. nóvember 2017 14:29
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent