Flestir bíða eftir kalli Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stendur í ströngu þessa dagana. Hún á næsta leik að mati flestra viðmælenda blaðsins. vísir/ernir Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einnig að borðinu. Inga Sæland er reiðubúin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylkingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Áhrifamenn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni.Sjá einnig: Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að fráfarandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkisstjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkisstjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Reglurnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óformlegar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera klæði á vopnin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem forsætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkisstjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Benediktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setjast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45