Spádómur frá árinu 2014 við það að rætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 15:00 Jose Altuve og Yuli Gurriel, leikmenn Houston Astros, fagna. Vísir/Getty Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Þriggja ára gömul forsíða bandaríska íþróttablaðsins Sports Illustrated hefur orðið að fréttamáli í miðri úrslitakeppni bandaríska hafnarboltans. Ástæðan er að fyrir þremur árum skrifaði blaðið forsíðufrétt um Houston Astros liðið þar sem því var slegið upp að eitt slakasta lið deildarinnar myndi verða meistari þremur árum síðar. Nú eru þrjú ár liðin og Houston Astros er einum sigri frá því að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögunni. Los Angeles Dodgers jöfnuðu reyndar metin í 3-3 í nótt og því verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Möguleikinn er því enn til staðar að þessi ótrúlegi en jafnframt nákvæmi spádómur rætist á réttum tíma. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.Blaðamaðurinn Ben Reiter fékk að kynna sér stjórnunarhættina hjá liði Houston Astros fyrir 2014-tímabilið en þá hafði liðið tapað samtals 324 leikjum á þremur tímabilum á undan. Hann fékk að umgangast þjálfara, njósnara og síðasta en ekki síst tölfræði grúskarana sem fengu mjög stórt hlutverk. Forráðamenn Houston Astros ætluðu að nota tölfræðina til að hjálpa sér að byggja upp meistaralið. Reiter talaði um að Houston Astros væri að taka „Moneyball“ upp á næsta stig. Þeir sem Reiter talaði við líktu nýja kerfinu við spilið „Blackjack“ eða 21 eins og það er oft kallað á íslensku. Spilarinn í 21 er alltaf að spila á móti spilavítinu og sigurlíkur spilarans í blackjack eru einhverjar þær bestu af þeim leikjum sem í boði eru í spilavítum. Það voru ekki allir sem fögnuðu þessari forsíðu og Houston Chronicle skrifaði um að hér væri blaðamaðurinn aðeins „að kaupa sér ódýra athygli“ með yfirlýsingu sem ætti ekki við nein rök að styðjast. Margir hafnarboltaáhugamenn voru líka duglegir að gera lítið úr þessum spádómi og þótti ekki mikið til hans koma. Nú verður grein Ben Reiter hinsvegar merkilegri og merkilegri eftir því sem Houston Astros kemst nærri því að vinna titilinn. Oddaleikurinn fer fram í nótt en hann verður spilaður á Dodger leikvanginum í Los Angeles og er Houston Astros liðið því á útivelli í leiknum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira