Eigið fé jókst um 50 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 11:00 Myndin tekin í Reykjavíkurhöfn þegar LÍÚ beindi flota sínum þangað til að mótmæla kvótalögum. Vísir/vilhelm Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu. Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu.
Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira