Tómas sendur í leyfi frá störfum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, er kominn í leyfi frá störfum á Landspítala. MYND/LANDSPÍTALI Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“ Niðurstöðum nefndarinnar hefur verið vísað til siðfræðinefndar spítalans en einnig hefur verið ákveðið að taka upp samskipti við vísindasiðanefnd út frá ábendingum í skýrslunni. Þetta tekur til ábendinga um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju Andemariams Bayene.Paolo Macchiarini hefur verið sakaður um meiriháttar vísindamisferli og að stefna lífi sjúklinga í hættu.VÍSIR/AFPRektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítalans skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Andemariam lést í janúar árið 2014. Tómas annaðist Andemariam á meðan hann var hér á landi. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Tómas hafi gert sér grein fyrir því að ytra hafi menn að minnsta kosti verið að íhuga að senda sjúklinginn í barkaígræðslu og að honum hefði mátt vera ljóst að um tilraunaaðgerð væri að ræða. Ekkert bendi hins vegar til þess að honum hafi verið ljóst að öll opinber og nauðsynleg leyfi ytra hafi skort.Tómas og Andemariam.VÍSIR/VILHELMGagnrýni nefndarinnar snýr ekki aðeins að klínískri meðferð Andemariams, heldur einnig að þeirri vísindavinnu sem tók við eftir aðgerðina örlagaríku. Framkvæmdar voru rannsóknir á sjúklingnum í þeim tilgangi að nota niðurstöður þeirra í grein sem síðar birtist í tímaritinu The Lancet. Tómas, ásamt lækninum Óskari Einarssyni, voru meðhöfundar að þeirri grein. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, greindi frá því í gær að þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam voru hvorki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar né Persónuverndar. Greinin í The Lancet hafi því ekki verið birtingarhæf. Tómas birti ítarlega umsögn um skýrslu nefndarinnar þar sem hann gagnrýndi orðalag sem hann sagði á köflum vera gildishlaðið. Ályktanir hafi verið settar fram án rökstuðnings. Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“ Niðurstöðum nefndarinnar hefur verið vísað til siðfræðinefndar spítalans en einnig hefur verið ákveðið að taka upp samskipti við vísindasiðanefnd út frá ábendingum í skýrslunni. Þetta tekur til ábendinga um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju Andemariams Bayene.Paolo Macchiarini hefur verið sakaður um meiriháttar vísindamisferli og að stefna lífi sjúklinga í hættu.VÍSIR/AFPRektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítalans skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Andemariam lést í janúar árið 2014. Tómas annaðist Andemariam á meðan hann var hér á landi. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Tómas hafi gert sér grein fyrir því að ytra hafi menn að minnsta kosti verið að íhuga að senda sjúklinginn í barkaígræðslu og að honum hefði mátt vera ljóst að um tilraunaaðgerð væri að ræða. Ekkert bendi hins vegar til þess að honum hafi verið ljóst að öll opinber og nauðsynleg leyfi ytra hafi skort.Tómas og Andemariam.VÍSIR/VILHELMGagnrýni nefndarinnar snýr ekki aðeins að klínískri meðferð Andemariams, heldur einnig að þeirri vísindavinnu sem tók við eftir aðgerðina örlagaríku. Framkvæmdar voru rannsóknir á sjúklingnum í þeim tilgangi að nota niðurstöður þeirra í grein sem síðar birtist í tímaritinu The Lancet. Tómas, ásamt lækninum Óskari Einarssyni, voru meðhöfundar að þeirri grein. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, greindi frá því í gær að þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam voru hvorki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar né Persónuverndar. Greinin í The Lancet hafi því ekki verið birtingarhæf. Tómas birti ítarlega umsögn um skýrslu nefndarinnar þar sem hann gagnrýndi orðalag sem hann sagði á köflum vera gildishlaðið. Ályktanir hafi verið settar fram án rökstuðnings.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
"Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00
Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30